Greinar um þetta efni

Endurtökupróf

Falli nemandi á prófi getur hann skráð sig í endurtökupróf þar sem það er í boði. 

  • Endurtökupróf vegna haustmisseris eru haldin síðustu daga fyrir jól og fyrstu daga eftir áramót og miðast sú dagsetning við hvenær upphaflega prófið var haldið.
  • Endurtökupróf vegna vormisseris eru haldin á fjögurra til fimm daga tímabili í lok maí/byrjun júní, samkvæmt nánari ákvörðun prófstjóra.  
  • Nemandi má taka próf aftur ef hann vill reyna að hækka einkunn sína. Þetta er hægt bæði með því að skrá sig í endurtökupróf eða skrá sig aftur í námskeiðið. Athugið að seinni einkunnin gildir, þannig að ef nemandi lækkar í einkunn eða fellur á seinna prófinu þá gildir sú einkunn.
  • Ef nemandi þarf af einhverjum ástæðum að skrá sig úr endurtökuprófinu þá er það mögulegt í sólarhring eftir að próftafla birtist í Uglu.

Ekki er boðið upp á endurtökupróf í öllum námskeiðum.

Sérstakt gjald, kr. 6.000, er innheimt fyrir hverja skráningu í endurtökupróf.

Fjarvistir

Ef nemandi mætir ekki í próf sem hann er skráður í og tilkynnir ekki veikindi innan þriggja daga fær hann "fjarverandi" og getur ekki farið í endurtökupróf. 

  • Meginreglan er sú að nemanda er heimilt að taka próf í hverju námskeiði tvisvar. Falli nemandi á prófi eða mæti ekki til prófs sem hann er skráður í er honum heimilt að taka prófið næst þegar almennt próf er haldið í námskeiðinu, ekki seinna en innan árs. Í þessu tilfelli þarf nemandinn að skrá sig aftur í námskeiðið.

Það er hægt að lesa nánar um fjarvistir og veikindi í prófum í Uglu.

 

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg