Greinar um þetta efni

Sjúkrapróf

Eftirfarandi á aðeins við um lokapróf. Ef nemandi var veikur í hlutaprófi skal fylgja leiðbeiningum kennara í hverju tilviki.

Ef þú veikist og getur ekki mætt til lokaprófs þarftu að gera eftirfarandi:

  1. Tilkynna veikindin með tölvupósti á nemskra@hi.is.
    • Þú þarft að senda póstinn frá hi-netfanginu þínu innan þriggja daga frá prófdegi og þar þarf að koma fram:
      • Nafn 
      • Kennitala
      • Númer námskeiðs
      • Heiti námskeiðs
  2. Þú skráir þig í prófið í Uglu með því að smella á bláa borðann sem birtist efst á síðunni 1-2 dögum eftir að þú tilkynntir veikindi. Mikilvægt er að gera það eins fljótt og hægt er til að forða árekstra í sjúkraprófum.

Athugið einnig:

  • Það þarf að senda tilkynningu vegna veikinda fyrir hvert próf.
  • Ekki þarf að skila læknisvottorði vegna lokaprófa.
  • Sama ferli gildir ef barn nemanda veikist.

Ef nemandi þarf af einhverjum ástæðum að skrá sig úr sjúkraprófinu þá er það mögulegt í sólarhring eftir að próftaflan er birt í Uglu. Er úrskráning send á sama hátt og tilkynningin um veikindi hér að ofan.

Tímabil sjúkraprófa

Sjúkrapróf fyrir haustmisseri eru haldin síðustu daga fyrir jól og fyrstu daga eftir áramót og miðast sú dagsetning við hvenær upphaflega prófið var haldið. Sjúkrapróf vegna vormisseris eru haldin á fjögurra til fimm daga tímabili í lok maí/byrjun júní, samkvæmt nánari ákvörðun prófstjóra.  

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg