Hægt er að sækja allar skrár af OneDrive á tækið eða eyða öllum eintökum sem eru vistuð á tækinu (þetta eyðir ekki þeim eintökum sem eru í skýinu) með því að gera eftirfarandi:
- Smella á Onedrive táknið, næst skaltu smella á tannhjólið og "Stillingar" (Settings):
- Neðst á "Samstilling og öryggisafritun" (Sync & backup) undir "Ítarlegar stillingar" (Advanced settings) finnur þú eftirfarandi valkosti:
- "Losa diskapláss" (Free up disk space): Þessi valmöguleiki eyðir þeim eintökum sem eru vistuð á tækinu, þessi gögn eru þó ennþá til í skýinu ef gögnin hafa verið hlaðin upp.
- "Sækja allar skrár" (Download all files): Þessi valmöguleiki sækir öll gögn af Onedrive á tækið.
Frekari upplýsingar og aðstoð
Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222