Hægt er að láta OneDrive kveikja á sér sjálfkrafa þegar tölvan er ræst.
Windows
Þessi valkostur á sjálfkrafa að vera virkur á Windows en ef svo er ekki þá má athuga eftirfarandi:
- Smellið á Onedrive táknið á verkstikunni og opnið "Stillingar":
- Undir "Samstilling og öryggisafritun" (Sync and backup) skal athuga hvort hakað er við "Ræsa OneDrive þegar ég skrái mig inn í Windows" (Start OneDrive when I sign in to Windows):
- Ef vandinn er ekki leystur þá skal smella á "Upphafsvalmynd" (Start) og skrifa "Forrit við ræsingu" (Startup Apps). Opnið valmöguleikann og athugið hvort hakað er við "Microsoft OneDrive"
MacOS
- Smellið á Apple merkið og opnið System settings / preferences.
- Leitið að og opnið "Login items" í glugganum.
- Ef "OneDrive" er ekki listað smellið þá á plús + takkann. Finnið "Applications" möppuna og veljið OneDrive.
Frekari upplýsingar og aðstoð
Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222