Hægt er að sjá og vinna með allar skrár úr Teams hópum í skrárvafranum (File explorer/Finder). OneDrive þarf að vera uppsett á vélinni til að geta fylgt þessum leiðbeiningum.
- Opnið Teams og veljið þá rás (channel) sem inniheldur þau skjöl sem eiga að vera sýnileg í skráarvafranum.
- Smellið á Files. Ef þið viljið fá öll skjöl sem tilheyra hópnum í staðinn fyrir þessa einu rás smellið þá á „Documents >“.
- Að lokum er hægt að smella annaðhvort á „Sync“ sem útbýr aðskilda möppu í "File explorer" með skránum eða "Add shortcut to Onedrive" sem útbýr flýtileið í teams möppuna inn í Onedrive viðkomandi.
- Skjöl hópsins sjást nú í skráarvafranum. Þar birtast allir þeir hópar sem eru tengdir við tölvuna, í MacOS sést hópurinn aðeins í OneDrive möppunni.
Skjöl sem eru í hópunum eru ekki geymd á tölvunni nema ef þau eru opnuð eða ef hægri smellt er á möppuna/skjalið og valið er „Geyma alltaf í þessu tæki“ (Always keep on this device).
Athugið
Ekki fjarlægja teams möppur með því að eyða þeim (delete). Ef skrár eru eyddar þá eyðast þær af teams svæðinu hjá öllum. Farið eftir viðeigandi leiðbeiningum til að fjarlægja möppuna.
Fjarlægja Teams möppu
Til þess að fjarlægja flýtileiðina úr OneDrive á Windows þá skal hægri smella á hana og velja "Fjarlægja flýtileið" (Remove shortcut).
Til þess að fjarlægja Teams möppuna er gert eftirfarandi:
- Smellið á Onedrive á verkstikunni
- Smellið á tannhjólið og „Stillingar“ (Settings)
- Að lokum er valið „Reikningur“ (Accounts) og „Hætta að samstilla“ (Stop sync).
Frekari upplýsingar og aðstoð
Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222