Greinar um þetta efni

Algeng vandamál með OneDrive og Teams/SharePoint skjöl

Endurheimta gögn

Ef þú gögn glatast þá er hægt að reyna eftirfarandi:

  • OneDrive:
    • Opnið onedrive.hi.is og smellið þar á ruslatunnuna.
    • Opnið onedrive.hi.is. Veljið "Mínar skrár" (My files) og smellið á þrípunktinn fyrir aftan skjölin eða hægri smellið á þau til þess að skoða fyrri útgáfur af þeim (version history).
    • Hægt er að endurheimta OneDrive eins og það var fyrir x dögum ef skjalið er týnt og ekki í ruslatunnunni. Við mælum þó með að athuga að öðrum eintökum á tölvunni fyrst. Opnið onedrive.hi.is, smellið á tannhjólið og veljið "Restore your OneDrive".
  • SharePoint:
  • Windows:
    • Opnið skrá. Veljið "Þessi tölva" (This PC) vinstra megin og leitið að skjalinu.
    • Ef þetta er Word/Excel/PowerPoint skjal opnið þá forritið. Smellið á Skrá (File) → Uppl. (Info) → Stjórna skjali (Manage Document) → Endurheimta skjöl sem ekki voru vistuð (Recover Unsaved Documents).
    • Ef þetta er Word/Excel/PowerPoint skjal opnið þá skrá og farið á slóðina "C:\Users\Notandanafn\AppData\Local\Microsoft\Office\UnsavedFiles" (skiptið notandanafn út fyrir nafnið á notandanum á tölvunni).
    • Athugið ruslatunnuna á tölvunni.
  • MacOS:
    • Haldið niðri SHIFT + COMMAND + C og leitið að skjalinu þar. Ef það tekst ekki leitið þá á sama stað að "autorecovery".
    • Athugið ruslatunnuna á tölvunni.

Slóð of löng

Ef slóðin að skjalinu er lengri en 255 stafir þá mun OneDrive ekki geta hlaðið því upp í skýið. Þar meðtalið er heitið á möppunum sem skjalið er vistað í og nafnið á skjalinu.

Frekari upplýsingar og aðstoð

Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg