Hjá Háskóla Íslands eru nokkrar leiðir til að geyma gögn á netinu. OneDrive sem er hugsað fyrir einstaklinga og persónuleg gögn á meðan Teams/Sharepoint er hugsað fyrir hópa.
OneDrive og Teams/SharePoint er innifalið með Microsoft 365 pakkanum. Einnig eru þau aðgengileg á vefnum í gegnum onedrive.hi.is, teams.hi.is og sharepoint.hi.is.
- Allir notendur hjá Háskóla Íslands fá aðgang að Onedrive gagnageymslu Microsoft 365. Plássið sem hver og einn fær er 1TB (1.000 GB).
- Hver og einn Teams hópur fær sameiginlega gagnageymslu upp að 25TB (25.000 GB). Hægt er að vinna með Teams gögn á skjáborðinu.
Við mælum með að OneDrive sé skoðað í vafra í kennslutölvum. Hægt er að smella á F11 til að skjalið hylji allan skjáinn eða það er hægt að velja að opna skjalið í forritinu.
Á vef Microsoft er að finna leiðbeiningar um notkun á OneDrive. Einnig má sjá hvað táknin þýða á vef Microsoft.
Frekari upplýsingar og aðstoð
Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222