Greinar um þetta efni

Tölvubúnaður starfsfólks

Tölvubúnaður sem og nettenging og símanúmer á að vera til staðar þegar fólk hefur störf og er það á ábyrgð næsta yfirmanns að sjá um að svo sé. Vinnuaðstaða er oft í opnu rými og eru flest fundarherbergi bókanleg í dagbókinni í Outlook. Nálægt opnu vinnurými er oft næðisaðstaða.

  • Síminn er í tölvunni í gegnum Teams. Yfirmaður sér til þess að þú fáir heyrnartól með hljóðnema.
  • Tölvan er leigubúnaður sem er afhent uppsett með Windows og er endurnýjuð á fjögurra ára fresti.
  • Með notandanafni starfsfólks fylgir Microsoft 365 aðgangur sem inniheldur aðgang að tölvupósti í Outlook, gagnageymslu í OneDrive og Sharepoint, hópvinnukerfi í Teams, office pakkann og fleira.
  • Prentarar fyrir starfsfólk eru til staðar í öllum byggingum og eru flestir tengdir með skýjalausn. Í einstaka tilfellum er prentari tengdur vinnustöð settur upp sérstaklega á þína tölvu.

Ef upp koma vandamál með net-, síma- eða tölvubúnað sendið þá inn fyrirspurn hér að ofan. Notendaþjónusta upplýsingatæknisviðs veitir einnig aðstoð frá kl. 8-16 alla virka daga í síma 525-4222.

Hvernig byrja ég að nota nýju tölvuna?

Leiðbeiningar
  1. Tengið tölvuna við dokku ef það er mögulegt.
  2. Kveikjið á tölvunni.
  3. Veljið "English (United Kingdom)". Hægt er að breyta yfir á Íslensku að uppsetningu lokinni:Intune uppsetning 1.png
  4. Veljið "Iceland" undir country or region:Intune uppsetning 2.png
  5. Veljið tungumál (layout) fyrir lyklaborðið. Við veljum "Icelandic": Intune uppsetning 3.png
  6. Hér er hægt að bæta við öðru tungumáli fyrir lyklaborðið. Svo er valið hvort lyklaborðið skal vera sjálfvalið:Intune uppsetning 4.png
  7. Nú skal tengja tölvuna við netið. Ef þið eruð á háskólasvæðinu veljið þá Eduroam og sláið inn fullt netfang og lykilorð:
    Ef þið eruð tengd við netið með vír þá mun þessi skjár ekki koma upp. Intune uppsetning 5.png
  8. Skráið ykkur inn í Menntaský með ykkar HÍ netfangi og lykilorði:Intune uppsetning 6.png
  9. Nú mun uppsetninginn hefjast. Þessi hluti mun taka um 5-10 mínútur:Intune uppsetning 7.png
  10. Skráið ykkur inn á vélina með HÍ netfangi og lykilorði:Intune uppsetning 8.png
  11. Nú setjum við upp pin-númer fyrir tölvuna:Intune uppsetning 9.png
  12. Auðkennið ykkur með tveggja þátta auðkenningu. Ef þið hafið ekki sett hana upp fylgið þá leiðbeiningunum:Intune uppsetning 10.png
  13. Hakið við "Include letters and symbols" og veljið pin-númer. Reglurnar má sjá undir "Pin requirements":Intune uppsetning 11.png
  14. Nú er tölvan tilbúin til notkunar. Tölvan mun halda áfram að vinna í bakgruninum.

 

Hægt er að sækja forrit í gegnum "Company Portal" á tölvunni án stjórnunar aðgangs. Office er þegar uppsett.

Við mælum með að kveikja á öryggisafritun fyrir OneDrive.

Uppsetning á hugbúnaði

Starfsfólk getur sett upp hugbúnað sjálft ef hann er í boði í gegnum Company Portal eða Software Center sem er uppsett á öllum leiguvélum. Ef hugbúnaðurinn krefst stjórnunarréttinda (admin) til þess að klára uppsetninguna þá er hægt að senda inn beiðni til Upplýsingatæknisviðs og í framhaldi fengið aðstoð með uppsetningu.

Fær starfsfólk farsíma?

Almennt greiðir HÍ ekki fyrir farsíma starfsfólks. Ef þú telur að þú þurfir að fá úthlutað síma frá skólanum til að get sinnt þínu starfi þarftu að rökstyðja það og fá samþykki yfirmanns. Frekari upplýsingar um innkaup vöru og verklag er að finna á Uglu.

Frekari upplýsingar og aðstoð

Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222

Var þessi grein gagnleg?
0 af 2 fannst þessi grein gagnleg