Greinar um þetta efni

Prentun og skönnun - Nemendur

Nemendur Háskóla Íslands, sem keypt hafa prentkvóta, geta prentað út í flestum tölvuverum Háskóla Íslands.

Hægt er að skoða stöðu og kaupa prentkvóta á Uglu undir Tölvuþjónusta → Prentkvóti. Einnig er hægt að kaupa prentkvóta á Þjónustuborðinu á Háskólatorgi.

Prentkvóti reiknast í einingum. Verðið sést á Uglu.

  • Ein svarthvít blaðsíða er 1 eining (að prenta báðum megin er 2 einingar).
  • Ein Blaðsíða í lit er 5 einingar (að prenta báðum megin er 10 einingar).

Athugið að prentkvóti er einungis virkur á meðan á námi stendur og ónýttur prentkvóti fæst ekki endurgreiddur.

Útprentun uppfærist í rauntíma.

Ljósritun

Á Landsbókasafni – Háskólabókasafni eru nokkrar ljósritunarvélar fyrir notendur safnsins. Hægt er að kaupa kort í afgreiðslu safnsins á 1. hæð.

Auk þess sér Háskólaprent, Fálkagötu 2, um alla almenna prentþjónustu gegn gjaldi.

Þú getur jafnframt notað skanna í tölvuverum sem senda skannaðar síður í tölvupósti og svo notað prentkvóta þinn til að prenta út blöð.

Skannar

Skannar eru staðsettir í Öskju 166, Gimi 136a, Odda 102 og VR-II 260.

Það kostar ekkert að skanna.

Hvernig skanna ég?
  1. Þegar komið er að skannanum má sjá þennan skjá hér að neðan. Ýtið á Scan:newprint1.jpg
  2. Þarna á að smella á Scan to email:newprint2.jpg
  3. Þegar þú ýtir á hvíta reitinn undir From þá birtist hnappaborð og þá getur þú slegið inn netfang sendanda (ef þú vilt) og viðtakanda. Að lokum er svo ýtt á OK:newprint1b.jpg
  4. Þegar ýtt hefur verið á OK þá birtist þessi mynd:newprint1e.jpg
  5. Ef að ýtt er á hvíta reitinn undir Subject þá kemur hnappaborðið upp aftur og þið getið sett inn titil en þið getið líka valið að senda skjalið án þess að setja inn titil og veljið þá Send.

Litaprentun

Litaprentara má finna í tölvuverum í Öskju 166 og í Gimi 136a.

Ef hluti er í lit og hinn hlutinn er í svarthvítu þá margborgar sig að prenta þetta í sitthvoru lagi svo þið þurfið ekki að borga litaprentun á síður sem einungis innihalda texta.

Hvernig vel ég að prenta í lit eða svart á hvítu?

Prentun í Microsoft 365 (Word)

  • Í prent valmyndinni þá þarf að smella á "Printer properties" og svo velja hvort prenta eigi í lit eða svart á hvítu.
    litaprent word eng.png

Prentun með PDF

  • Í PDF í vafra þá þarf að velja á milli "Black and white" eða "Color" undir "Color" eftir því hvort það á að prenta í svart á hvítu eða lit.
  • Í Adobe Reader þá þarf annaðhvort að afhaka eða haka við "Print in grayscale (black and white)" eftir því hvort það á að prenta í svart á hvítu eða lit.
    print pdf.png

Opnunartími og staðsetning prentara

Opnunartími tölvuvera er sá sami og almennur opnunartími viðkomandi byggingar.

Staðsetning prentara

Prenta báðum megin (Duplex)

Allir tölvuversprentarar geta prentað báðum megin (Duplex).

Hvernig prenta ég báðum meginn?

Prenta báðum meginn í Microsoft 365 (Word)

  • Í prent valmyndinni þarf að velja milli "Print One Sided" eða "Print on Both Sides"
    Word prenta á hliðum.png

Prenta báðum meginn í PDF (Adobe)

  • Á vefnum þarf að smella á "More settings" og haka við "Print on both sides" undir "Two-sided".
  • Í Adobe Reader þarf að haka við Print on both sides of the paper.
    PDF prenta báðum hliðum.png

Algeng vandamál

Hér er farið yfir algeng vandmál.

Afhverju er prentkvótinn minn lægri en ég hélt?
  • Ef þú hefur ekki prentað í langan tíma getur ástæðan verið að fyrra prentkerfi uppfærðist ekki í rauntíma. Útprentaðar síður drógust frá á miðnætti og gat prentkvóti notanda því lent í mínus.
  • Það hefur gerst að notendur hafa gleymt að skrá sig úr tölvum og að einhver annar hefur prentað út á þeirra notandanafni.
    • Ef skjal er opið í tölvunni þá mun tölvan biðja notandann um að vista eða loka því áður en hún getur klárað útskráninguna.
  • Ef þú hefur örugglega skráð þig út og þig grunar að einhver hafi komist yfir aðgangsorðið þitt, þá skaltu breyta því við fyrsta tækifæri hér í Uglu: Stillingar → Breyta lykilorði.
Afhverju get ég ekki prentað?
Það geta verið nokkrar ástæður fyrir því að þú getur ekki prentað:
  • Gáðu hvort þú eigir prentkvóta inn á Uglu.
  • Gáðu hvort það kemur villumelding á skjánum á prentaranum. Vanalega birtist appelsínugult upphrópunar merki á skjánum.
  • Ef þú prentar út fleiri síður en þú átt í formi kvóta þá mun enginn síða prentast út.
  • Ef þú ert að prenta á lita prentara þá getur verið að litur hafi verið valin sjálfvirkt. Að prenta í lit er 5 einingar á meðan svart hvítt er 1 eining.
Villa á prentara / Bilaður prentari
Ef það vantar blek, pappír eða ef það birtast önnur villuskilaboð á prentaranum þá er best að hafa samband við Upplýsingatæknisvið.

Frekari upplýsingar og aðstoð

Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg