Greinar um þetta efni

Tækniaðstoð

Tölvuþjónusta Upplýsingatæknisviðs veitir nemendum aðstoð við tölvuvandamál sem tengjast námi þeirra við skólann. Starfsfólk skólans getur leitað til UTS með flest tæknivandamál.

Tölvuþjónustan er staðsett á 2.hæð á Háskólatorgi og er opin Mán-Fim 08:30-16:00 og Fös 08:30-15:00.

Hægt er að hafa samband með því að mæta á staðinn, "Senda fyrirspurn" hér að ofan eða hringja í síma 525-4222.

Fjaraðstoð með TeamViewer

Þjónustuaðili frá Upplýsingatæknisviði getur tekið yfir og stjórnað tölvunni með TeamViewer. Hér að neðan er sýnt hvernig forritið er sett upp.

Uppsetning á TeamViewer á Windows

  1. Byrjið á því að ná í TeamViewer QS.
  2. Tölvan nær í TeamViewer sjálfkrafa og settur það í niðurhals möppuna (downloads) (það má hunsa "loading teamviewer now").
    Þegar niðurhalið hefur klárast þá má opna TeamViewer.
    Teamviewer 2 unnið.png
  3. Samþykktu notkunarskilmála og allt annað sem forritið biður þig um.
    Teamviewer 2 unnið.png
  4. Að uppsetningu lokinni þá mun birtast þjónustunúmer á skjánum sem þú gefur þínum þjónustuaðila.teamviewer 3 unnið.png

Uppsetning á TeamViewer í MacOS

  1. Byrjið á því að ná í TeamViewer QS.
  2. Gefðu leyfi til að niðurhala TeamViewerfjaradstod1.jpg
  3. Opnaðu TeamViewer og samþykktu að opna forrit sem ekki kemur úr App Storefjaradstod2.jpg
  4. Til að halda áfram þarf að samþykkja notkunarskilmála.
    fjaradstod3.jpg
  5. Áður en þú gefur upp þjónustunúmerið á skjánum þá þarftu fyrst að gefa TeamViewer stjórnunarheimild. TeamViewer opnar sjálfkrafa glugga sem þú smellir í þær heimildir sem vantarfjaradstod4.jpgÍ macOS 12 og eldri lítur þetta aðeins öðruvísi út, en er þó í grunninn eins ferli.fjaradstod11.jpg
  6. Ef "review system access" kemur ekki upp þá skaltu smella á Help á stikunni uppi og velja „Check system access" og þá opnast gluggin sem sést í skjámyndinni fyrir ofan.fjaradstod5.jpg
  7. Núna gæti komið upp gluggi sem segir þér að TeamViewer vilji fara yfir í System Preferences eða System Settings til að gera breytingar. Þú velur Open System Preferences/Settings.fjaradstod7.jpg
  8. Núna smellir þú á sleðann og gefur TeamViewer leyfi.fjaradstod6.jpg
  9. Eftir því hvaða útgáfu af macOS þú notar er mismunandi hvernig þú leyfir breytingar. Í macOS 12 og eldri smellir þú á hengilásinn og setur inn lykilorðið fyrir tölvuna til að geta breytt.fjaradstod10.jpg
    Í macOS Ventura hreyfir þú sleðann og færð upp þessi skilaboð (sjá mynd fyrir neðan) og slærð inn lykilorðið fyrir tölvuna.fjaradstod8.jpg
  10. Þú ferð síðan í næsta atriði í listanum og gefur leyfi þar til að öll atriði eru komin með grænan punkt eða hak. Þá hverfur glugginn og TeamViewer opnast aftur og þú getur gefið þínum þjónustuaðila það númer sem birtist sem „Your ID". Þjónustuaðili getur þá tekið yfir tölvuna þína og aðstoðað.fjaradstod12.jpg

Frekari upplýsingar og aðstoð

Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222

Var þessi grein gagnleg?
1 af 1 fannst þessi grein gagnleg