- Sálfræðiráðgjöf fyrir háskólanema og börn þeirra er í boði á vegum Sálfræðideildar og er veitt af meistaranemum í klínískri sálfræði undir handleiðslu sérfræðinga.
- Félagsráðgjöf fyrir háskólanema er veitt af meistaranemum í félagsráðgjöf undir handleiðslu reyndra félagsráðgjafa.
- Tannlæknaþjónusta fyrir almenning er veitt af tannlæknanemum Tannlæknadeildar Háskóla Íslands undir eftirliti kennara. Þjónustan er í boði frá miðjum ágúst til loka nóvember og frá byrjun janúar fram í miðjan apríl.
- Lögfræðiaðstoð fyrir almenning er í boði meistaranema við Lagadeild Háskóla Íslands, sem veita endurgjaldslausa aðstoð á fimmtudagskvöldum undir umsjón starfandi lögmanna.
Forvarnir og fræðsla
- Læknanemar starfrækja kynfræðslufélagið Ástráð og gegna forvarnarstarfi í grunn- og framhaldsskólum.
- Lýðheilsufélag læknanema hefur á undanförnum árum boðið börnum á aldrinum 3-6 ára að koma í heimsókn á Bangsaspítalann með veika eða slasaða bangsa, önnur tuskudýr eða dúkkur til aðhlynningar.