Greinar um þetta efni

Rafrænt innsiglað skjal

Nemendur Háskóla Íslands geta sótt staðfest gögn í sinni Uglu til að senda á aðra aðila til staðfestingar um nám sitt. Brautskráðir nemendur geta einnig nálgast yfirlit með brautskráningu á vef island.is

Hvernig veit viðtakandi hvort skjalið er gilt?

  1. Skjalinu þarf að skila á rafrænu formi, það er ekki hægt að sannreyna rafrænt innsigli sem hefur verið prentað á pappír
  2. Til að sannreyna pdf skjalið þarf að opna það með Adobe Acrobat Reader
  3. Innsiglið sjálft lítur svona út:
    Rammi inniheldur myndmerki háskólans og nafn á ensku ásamt dagsetningu og tíma innsiglis.
  4. Signature panel efst í glugga sýnir hvort innsigli sé gilt
    Blár borði með textanum Signed and all signatures are valid
  5. Enn fremur má smella á innsiglið, við það opnast gluggi með staðfestingu á undirritun skjalsins:
    Gluggi heitir Signature validation status, inniheldur textann the signature is valid, signed by University of Iceland Seal. The document has not been modified since this signature was applied.
  6. Hafi verið átt við skjalið birtist athugasemd þess efnis:
    Blár borði með stækkunargleri og textanum at least one signature requires validating.Blár borði með viðvörunarmerki og textanum signed and all signatures are valid, but with unsigned changes after the last signature.

Innsiglið er af sömu tegund og það sem kemur á námsferilsyfirlit HÍ sem sótt eru á island.is.

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg