Greinar um þetta efni

Flytja eða endursetja tveggja þátta auðkenni

Þegar skipt er um síma eða símanúmer þá þarf að huga að því að færa auðkenninguna í nýja tækið.

Hægt er að færa auðkenninguna ef viðkomandi hefur enn aðgang að gömlu auðkenningaraðferðinni eða hægt er að endursetja hana með rafrænum skilríkjum ef gamla auðkenningin er ekki lengur til staðar.

Einnig er hægt að framvísa skilríkjum (t.d. ökuskírteini eða vegabréfi) hjá Tölvuþjónustunni á Háskólatorgi ef þú hefur ekki aðgang að rafrænum skilríkjum.

Endursetja auðkenninguna með rafrænum skilríkjum
  1. Skráið ykkur inn á lykilord.menntasky.is í vafra með rafrænum skilríkjum.
  2. Smellið á "Endursetja" undir "Tveggja þátta auðkenni".
  3. Smellið svo á "Endursetja tveggja þátta auðkenni" og
  4. Veljið nú "Háskóli Íslands" og smellið á "Endursetja".

Nú er hægt að setja upp tveggja þátta auðkenni upp á nýtt.

Flytja auðkenninguna

Ef gamla auðkenningaraðferðinn er enn til staðar eða ef varaleið er uppsett þá er hægt að flytja auðkenninguna á eftirfarandi hátt:

  1. Opnið mfa.hi.is og skráið ykkur inn með Hí netfanginu ykkar.
    Ef varaleið er uppsett veljið þá "Ég get ekki notað [sjálfgefin leið]" (I can't use my... [default method]) og klárið innskráninguna.MFA appið 13.png
  2. Smellið á "Eyða" (Delete) við gömlu auðkenninguna.eyða.png
  3. Smellið á "+Bæta við innskráningaraðferð" (+ Add sign-in method) og setjið upp auðkenninguna aftur.

Frekari upplýsingar og aðstoð

Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg