Greinar um þetta efni

Algeng vandamál með tveggja þátta auðkenningu

Hér má sjá algeng vandamál sem notendur gætu lent í með tveggja þátta auðkenningu ásamt lausnum

Tveggja þátta auðkennið er hætt að virka

Tveggja þátta auðkennið hættir að virka ef:

  • Skipt er um síma.
  • Microsoft Authenticator er eytt úr síma.
  • Microsoft Authenticator aðganginum er eytt.
  • Skipt er um símanúmer.
  • Slökkt er á tilkynningum fyrir Microsoft Authenticator. Hægt er að kveikja á þeim aftur.

Ef tveggja þátta auðkenningin hættir að virka þá þarf að "Flytja eða Endursetja tveggja þátta auðkenni".

Erfiðleikar við að nota tveggja þátta auðkenningu í útlöndum

Því miður þá getur verið erfitt að fá sms í íslensk símanúmer í útlöndum, við mælum þess vegna með því að setja upp auðkennið með appinu.

Hér eru leiðir til þess að komast aftur inn:

  • Ef þú hefur sett upp fleiri en eina auðkenningu veldu þá "Ég get ekki notað [Sjálfvalin auðkenning] sem stendur" (I can't use my Microsoft Authenticator app right now) við innskráningu. Ef þú velur "[123] Notaðu staðfestingakóða" (Use a verification code) þá getur þú notað 6 talna kóða sem birtist með því að smella á aðganginn þinn í Microsoft Authenticator appinu.
  • Þú getur endursett tveggja þátta auðkenninguna.
  • Þú getur sleppt því að nota tveggja þátta auðkennið með því að tengjast HÍnet í gegnum VPN. Athugið að mörg hótel leyfa ekki notkun á VPN yfir þeirra net.

Ég fæ ekki tilkynningu í Microsoft authenticator

Athugið hvort að það er kveikt á tilkynningunum og hvort Microsoft Authenticator hafi heimild til að senda þær.

Þú getur valið "[123] Notaðu staðfestingakóða" (Use a verification code) við innskráningu og notað 6 talna kóða sem þú getur fundið með því að smella á aðganginn þinn í Microsoft Authenticator. Ef þú ert með sjálfvalina auðkenningarleið þá smellir þú fyrst á "Ég get ekki notað [Sjálfvalin auðkenning] sem stendur" (I can't use my [Sjálfvalinn auðkenning] right now).

Ég þarf að auðkenna mig oft

  • Notendur þurfa að auðkenna sig fyrir hvert og eitt forrit á hverju tæki fyrir sig (Outlook á tölvu, Outlook á síma, Chrome/Firefox/Safari, Teams, Onedrive og svo framvegis).
  • Hægt er að haka við "Ekki spyrja aftur í 15 daga" til að seinka auðkenningunni fyrir forritið en tíminn endursetur sig ef skipt er um IP tölu (netsamband eða farsímaturn).
  • Ef það er lokað fyrir vafrakökur (cookies) í vafranum þá mun vafrinn gleyma auðkenningunni strax og vafranum er lokað.
  • Hægt er að fækka auðkenninga beiðnum með því að tengjast Háskólanetinu með því að sækja um netið heim í gegnum háskólann.

Frekari upplýsingar og aðstoð

Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg