Tveggja þátta auðkenning stuðlar að auknu netöryggi fyrir alla nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands.
Auðkenningin er ekki ósvipuð rafrænum skilríkjum og sendir tilkynningu í farsíma til að staðfesta innskráningu. Notendur þurfa ekki að staðfesta innskráningu þegar þeir eru tengdir háskólanetinu.
Notendur gætu þurft að auðkenna sig fyrir hvert og eitt forrit.
Hægt er að haka við "Ekki spyrja aftur í 15 daga" til að seinka auðkenningunni fyrir forritið en tíminn endursetur sig ef skipt er um IP tölu (netsamband eða farsímaturn).
Auðkenninginn er bundinn við forritið eða símanúmerið. Hægt er að flytja eða endursetja auðkenninguna ef þess er þarft
Frekari upplýsingar og aðstoð
Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222