Greinar um þetta efni

Nota aðra auðkenningar aðferð við innskráningu

Þú gætir lent í því að þurfa að notast við aðra auðkenningaraðferð en þú ert með sjálfgefna. Þá er nauðsynlegt að hafa sett upp fleiri en eina aðferð og við mælum eindregið með því.

Ef þú vilt nota aðra aðferð en þú ert með sjálfgefna þá er ferlið svona:

  1. Skráðu þig inn með því að setja inn netfang og smella á „Áfram“ (Next):MFA appið 2.png
  2. Sláðu inn aðgangsorð og smelltu á „Áfram“ (Next):MFA appið 3.png
  3. Smellið hér á „Ég get ekki notað [sjálfgefna leiðin gefin upp hér]“ (I can't use my (Sjálfvalinn auðkenning) right now:MFA appið 13.png
  4. Veldu þá leið sem þú vilt nota í staðinn fyrir sjálfgefnu leiðina sem er grálituð:velja_adferd_vid_innskraningu.png
  5. Þú ættir eftir þetta að fá SMS, símtal eða beiðni í auðkenningar-appið eftir því hvað þú velur hér að ofan.

Frekari upplýsingar og aðstoð

Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg