Greinar um þetta efni

Um Microsoft 365 umhverfið

Microsoft 365 umhverfið býður upp á fjölbreitt úrval af hugbúnaðarlausnum til að einfalda samskipti og vinnu allra notenda í Háskóla íslands.

Microsoft 365 (Office) hugbúnaðar pakkinn er sú lausn sem flestir koma til með að nota. Pakkinn samanstendur af stökum forritum sem eru einnig flest í boði í gegnum vafra:

  • Word: Ritvinnsla.
  • Excel: Töflureiknir.
  • Powerpoint: Skyggnusýningar.
  • OneDrive: Gagnageymsla.
  • Outlook: Tölvupóstforrit og póstþjónn.
  • OneNote: Glósur.
  • Teams: Hópvinnukerfi, þar er hægt að búa til samvinnuhópa, vinna að verkefnum, spjalla um daginn og veginn, deila skjölum og halda fundi.
  • Access (Aðeins á Windows): Notað til að halda utan um gagnasöfn.
  • Publisher (Aðeins á Windows): Notað til þess að útbúa prentefni (Stuðningi lýkur 08.26).

Einnig eru aðrar hugbúnaðarlausnir í boði ýmist sem forrit, vefforrit eða sem viðbætur fyrir Teams.

Hér er farið stutt yfir þau helstu en Microsoft hefur útbúið einskonar þjálfunarsvæði (Training Center) fyrir notendur þar sem farið er nokkuð ítarlega yfir hvert forrit fyrir sig:

  • Azure: Síða þar sem nemendur geta sótt sér forrit frítt eða með afslætti frá Microsoft.
  • ClipChamp: Myndbandsvinnsluforrit sem er aðgengilegt á netinu eða sem forrit fyrir Windows.
  • Forms: Notað til að útbúa eyðublöð. Starfsfólk getur einnig notað K2 í Uglu.
  • Loop: Samstarfstól sem gerir teymum kleift að búa til og deila efni í rauntíma yfir Microsoft 365 forrit.
  • Microsoft Bookings (Aðeins starfsfólk):  Notað til að útbúa bókunarsíður.
  • Viva Engage: Samfélagsmiðill innan Menntaskýs.
  • Sharepoint: Samstarfsvettvangur frá Microsoft fyrir skjalastjórnun, geymslu og miðlun innan stofnana. Sharepoint er á bakvið öll Teams svæði.

  • Stream: Myndbandsþjónusta sem heldur utan um myndbandsefni sem er vistað í Teams eða á Onedrive.
  • Power Automate: Gerir sjálfvirk flæði á milli forrita og þjónusta til að hjálpa við endurtekin verkefni sjálfvirkt.

  • Power BI: Sérsníðanlegt mælaborð fyrir gögn.
  • Project/Planner: Verkefna umsýslu tól sem notast er við til að búa til áætlanir, úthluta verkefnum og fylgjast með stöðu verkefna.
  • To Do: Notað til að halda utan um verkefnalista eða minnismiða.
  • Visio (ekki innifalið): Flæðirit, skipurit og aðrar sjónrænar framsetningar gagna og ferla. Vefútgáfan er aðgengileg en kaupa þarf leyfi fyrir Windows forritið.

Frekari upplýsingar og aðstoð

Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222

Var þessi grein gagnleg?
1 af 1 fannst þessi grein gagnleg