Stefna Háskóla Íslands er að innleiða Microsoft 365 umhverfið fyrir alla notendur Háskólans og þannig einfalda samskipti og vinnu allra notenda.
Microsoft 365 (Office) hugbúnaðar pakkinn inniheldur Outlook, OneDrive, Word, Excel, PowerPoint, OneNote, Teams, Planner, Access, og Publisher. Einnig eru í boði ýmis sér forrit, vefforrit og viðbætur í gegnum Microsoft 365 umhverfið.
Uppsetning
Hægt er að hafa pakkann virkan á 5 tölvum, 5 spjaldtölvum og 5 símum.
Hér fyrir neðan er sýnt hvernig Microsoft 365 (Office) hugbúnaðurinn er settur upp á Windows, MacOS, Android og iOS.
- Opnið office.hi.is í vafra og skráið ykkur inn með HÍ netfangi (notendanafn@hi.is) ef það er beðið um það.
- Smellið á "Setja upp og fleira" (Install and more) og svo á "Setja upp forrit Microsoft 365" (Install Microsoft 365 apps):
- Smellið næst á "Install Office" til að hefja niðurhalið.
- Að lokum þarf aðeins að opna forritið og skrá sig inn að uppsetningu lokinni.
Það er örlítið mismunandi milli vafra hvar og hvernig skráin birtist, hægt er að finna skrána undir "Niðurhal" (Downloads).
- Leitið að "Microsoft 365" í gegnum Play Store (Android) eða App Store (iOS) og smellið á "Install" eða "Get".
- Þegar tækið er búið að hlaða niður appinu þá skal keyra það og skrá ykkur þig inn í appið með HÍ netfanginu þínu (notandanafn@hi.is).
Einnig eru til ýmis önnur öpp sem hægt er að nota:
- Excel:
- OneDrive:
- OneNote:
- Outlook:
- Planner:
- PowerPoint:
- Teams:
- To Do:
- Word:
Vefútgáfan af Microsoft 365
Tæki sem eru of gömul eða styðja ekki við Microsoft 365 eins og ChromeOS og Linux geta notað vefútgáfuna af Microsoft 365, vefútgáfurnar eru mjög öflugar og því kemur það ekki mikið að sök.
Hægt er að finna veföppin inn á office.hi.is á vinstri valstikunni.
Algeng vandamál
Hér er farið yfir algeng vandamál sem notendur lenda í ásamt úrlausnum.
Oft getur vandamálið tengst gömlum leyfum á tölvunni
- Windows: Opnaðu t.d Word, smelltu á "Skrá" (File), smelltu síðan á "Reikningur" (Account). Þarna áttu að sjá hvaða aðgangur er skráður fyrir Microsoft 365 leyfinu og þú getur breytt því ef þarf.
- MacOS: Athugið hvort það sé takki á fyrsta skjánum í Word t.d. sem segir "Activate", ef ekki þá virkar að nota license removal tool til þess að fjarlægja öll M365 leyfi úr tölvunni, síðan þarf aðeins að skrá sig inn með HÍ netfanginu (Sama og notað er í Uglu).
Ef þú getur ekki breytt nýju skjali þá ertu líklega brautskráður, þú getur séð stöðuna þína inn á Uglu undir Uglan mín → Námskeiðin mín.
- Ef þú ert nemandi en skráður sem brautskráður þá verður þú að tala við Nemendaskrá eða deildina þína.
- Starfsfólk á ekki að notast við nemenda aðganga við störf, þau eiga að fá nýtt notandanafn frá yfirmanni.
- Brautskráðir missa aðgang að Microsoft 365 öppunum en halda aðgangi að vef-útgáfunni af Microsoft 365 (fyrir utan Teams).
Í Ritveri geta nemendur HÍ pantað viðtalsfund og fengið góð ráð um hvers kyns úrlausnarefni sem tengjast fræðilegum ritgerðum, skýrslum og öðrum skriflegum verkefnum.
Microsoft 365 styður aðeins við síðustu 3 aðal útgáfunar af macOS ásamt Windows 10 og 11. Til þess að setja upp Microsoft 365 á eldri tölvur þá er hægt að reyna eftirfarandi:
- Uppfæra stýrikerfið í nýrri útgáfu:
- MacOS: Við mælum með að ná í það stýrikerfi sem Microsoft setur sem lágmarksskilyrði til þess geta sett upp Microsoft 365. Þegar þetta var skrifað styður Microsoft 365 Ventura 13, Sonoma 14 og Sequoia 15.
- Windows: Athugið hvort tölvan geti stutt við nýja útgáfu af Windows. Windows 10 verður aðeins stutt til Október 14 2025.
- Einnig er hægt að ná í eldri útgáfur af Microsoft 365 pakkanum fyrir MacOS á vef Microsoft en því miður er það ekki í boði fyrir Windows.
Hér eru síðustu útgáfunar af Microsoft 365 sem stýrikerfin studdu:
Hægt er að nota vefútgáfu af Microsoft 365. Vefútgáfurnar eru mjög öflugar og því kemur það kannski ekki mikið að sök.
Einnig er hægt að nota Microsoft 365 pakkann í tölvuverunum.
- Opnið "Upphafsvalmynd" (Start menu). Leitið að og veljið "Aðgangur að vinnu eða skóla" (Access work or school):
- Hér skal velja alla aðganga og smella á "Aftengja" (Disconnect):
- Nú á villan að hverfa.
Windows 11:
- Opnið "Stillingar" (Settings).
Veljið "Reikningar" (Accounts) og smellið á "Aðgangur að vinnu eða skóla" (Access work or school): - Hér skal velja alla aðganga og smella á "Aftengja" (Disconnect):
- Nú á villan að hverfa.
Frekari upplýsingar og aðstoð
Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222