Greinar um þetta efni

Microsoft Visio

Microsoft Visio er notað til að útbúa flæðirit í Microsoft 365 umhverfinu.

Starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands hafa aðgang að Microsoft Viso á vefnum.

Einnig er í boði sjálfstætt Microsoft Visio forrit fyrir Windows en notendur þurfa að fá úthlutaðan aðgang að því.

Aðgangur að Microsoft Visio forritinu

Nemendur fá eingöngu aðgang að Microsoft Visio forritinu í einstaka námskeiðum og geta því aðeins sett það upp ef leiðbeinandi námskeiðsins hefur sótt um það fyrir þau.

Starfsfólk þarf að hafa samband við sína deild/svið og láta þau leggja inn innkaupabeiðni.

Uppsetning á Microsoft Visio fyrir Windows

  1. Opnið office.hi.is í vafra og skráið ykkur inn með HÍ netfangi (notendanafn@hi.is) ef það er beðið um það.
  2. Smellið á "Setja upp og fleira" (Install and more) og svo á "Setja upp forrit Microsoft 365" (Install Microsoft 365 apps):
    uppsetning 1.png
  3. Undir "Office apps and devices" er valið "View apps & devices":
    Microsoft project 2.png
  4. Undir "Apps and devices" er valið "Install Visio":
    Ef Visio birtist ekki á listanum þá hefur notanda ekki verið veittur aðgang að því.
    Microsoft Project/Visio

Frekari upplýsingar og aðstoð

Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg