Greinar um þetta efni

Notandanafn og lykilorð - Starfsfólk

Allt starfsfólk Háskóla Íslands fær notandanafn og lykilorð til að nota í kerfum HÍ svo sem Uglu, tölvupósti og Microsoft 365 (Office). Sækja þarf um notandanafn og netfang fyrir allt nýtt starfsfólk og er það á ábyrgð yfirmanns.

Starfsfólk getur í upphafi sett fram ósk um notandanafn en það er yfirleitt á forminu nafnstarfsmanns@hi.is.

Yfirmaður eða sá sem ber ábyrgð á að sækja um notandanafn fyrir nýjan starfsmann gerir það í gegnum notendaumsýslu á Uglu.

Tveggja þátta auðkenning stuðlar að auknu netöryggi fyrir allt starfsfólk Háskóla Íslands. Þú setur upp auðkenninguna um leið og þú færð notandanafnið.

Breyting á lykilorði

Ef lykilorðið er ekki týnt eða gleymt þá er því breytt í Uglu undir Uglan mín → Stillingar → Breyta lykilorði. Einnig er hægt að smella á prófíl mynd uppi í hægra horni og smella á "Breyta lykilorði"

Breyting á notandanafni

Breyting á notendanafni er ekki æskileg. Við slíka breytingu fer af stað flókin aðgerð og búast má við einhverjum erfiðleikum í upphafi þar sem breyta þarf notandanafninu í ólíkum kerfum UTS.

Skammtímaaðgangur að þráðlausu neti og tölvuverum

Starfsfólk getur sótt um tímabundinn aðgang að þráðlausa netinu (Eduroam) og tölvuverum fyrir gesti og tæki sem þurfa tímabundið að komast á þráðlausa netið

Sótt er um í gegnum Ugluna undir Tölvuþjónusta → Umsóknir → Skammtímaaðgangur að þráðlausu neti og tölvuverum, kostnaður gjaldfærist á deild umsækjanda.

  • Skrá þarf nafn og netfang fyrir hvern og einn notanda auk hversu marga daga aðgangurinn á að vara.
  • Það er nauðsynlegt að prenta út eða skrifa niður notendanöfn og lykilorð þegar þau birtast á skjánum því það er í eina skiptið sem þið sjáið það. Þessar upplýsingar eru EKKI sendar með tölvupósti.
  • Einnig er hægt að stofna ráðstefnunet sem veitir aðeins aðgang að þráðlausu neti í völdum byggingum.
    • lágmarks stærð ráðstefnunets er fyrir 10 einstaklinga og það er ekki ætlað fyrir kennslu.

Athugið að aðgangur að þráðlausu neti og tölvum í tölvuverum veitir ekki aðgang að útprentun né Microsoft 365 (Office).

Starfsfólk án kennitölu

Ákveðnir stjórnendur deilda/sviða geta útbúið gervikennitölur fyrir starfsfólk sem hafa ekki fengið kennitölu frá Þjóðskrá.

Þegar notandi hefur fengið kennitölu frá Þjóðskrá þá skal senda inn beiðni til Upplýsingatæknisviðs til þess að tengja hana við Uglu aðganginn.

Vandamál með innskráningu

Ef þið lendið í vanda með innskráningu þá mælum við með því að fara yfir hjálparsíðuna okkar fyrir lausnir.

Mikilvægar upplýsingar um lykilorð og viðhengi

Aldrei gefa upp lykilorðið ykkar:

  • Aldrei gefa upp lykilorðið ykkar á síðum sem þið ekki þekkið. Ef innskráningarsíðan eða ferlið er eitthvað öðruvísi en þið eruð vön að þá er það vísbending um að eitthvað sé ekki eins og það á að vera.
  • Aldrei senda lykilorðið með tölvupósti eða gefa það upp í gegnum síma eða í gegnum skilaboð.

Ef þið fáið viðhengi með tölvupóstinum ykkar þá ber að hafa eftirfarandi í huga:

  • Aldrei opna viðhengi frá ókunnum aðilum.
  • Einnig skal forðast að opna viðhengi frá þekktum aðilum ef þið eigið ekki von á tölvupósti frá þeim. Það er möguleiki á að tölvuþrjótar komist yfir netföng hjá þekktum aðilum til að reyna að fá ykkur til að opna viðhengi.

Frekari upplýsingar og aðstoð

Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg