Greinar um þetta efni

Vírað net

Til þess að tæki fái aðgang að netinu með vír þá þarf kerfið að þekkja MAC-vistfang (address) tækisins.

Staðsetja MAC vistfang (address) tækis

Hér að neðan má finna leiðbeiningar um hvernig þú staðsetur Ethernet MAC vistfang tölvunnar þinnar.

Windows
  1. Smellið á Windows takkann á lyklaborðinu eða farið með bendilinn neðst til vinstri og smellið til að komast í upphafsvalmyndina (Start).
  2. Byrjið strax að skrifa "cmd" og smellið á Enter til að opna "Skipanakvaðning" (Command Prompt) gluggann.
    Vírað 1.png
  3. Þegar svarti glugginn opnast (Command Prompt glugginn) þarf að skrifa "getmac /v" (bil á milli c og / og án gæsalappa) og smella á "Enter".
  4. Finnið línuna sem inniheldur upplýsingar um kapal-netkortið. Oftast kallað "Ethernet" eða "Local Area Connection". Finnið þar dálkinn "Physical Address" og það er þessi svokallaða MAC addressa sem við erum að leita að (A0-A0-A0-A0-A0-A0):
    getmacb.png
    Þegar MAC addressan er fundin þarf að skrá hana í Ugluna, smellið hér fyrir vírað net eða smellið hér fyrir net á stúdentagörðunum.
MacOS
  1. Smellið á Eplið og veljið þar "System Preferences".
  2. Tvísmellið hér á "Network"
  3. Smellið á "Built-in Ethernet" og svo "Advanced".
    viradnet-macos1.jpg
  4. Smellið á Hardware flipann. Hér finnið þið MAC addressu Ethernet netkortsins.
    viradnet-macss2_0.jpg
    Þegar MAC addressan er fundin þarf að skrá hana í Ugluna, smellið hér fyrir vírað net eða smellið hér fyrir net á stúdentagörðunum.
Linux

Það má ýmist finna MAC addressu í Terminal eða í Settings.

Í Terminal finnst hún svona:

  1. Opnið 'terminal'.
  2. Sláið inn skipunina 'ipconfig' eða 'ip link' og ýtið á enter.
  3. Fastatala netkortsins birtist yfirleitt undir "ens33":
    viradnet-linux1_0.jpg
    Þegar MAC addressan er fundin þarf að skrá hana í Ugluna.

Í Settings finnst hún svona:

  1. Opnið Settings.
  2. Farið í 'Networks' og veljið tannhjólið við 'Wired'
  3. Undir 'Details' finnst 'Hardware address'.
    viradnet-macss2_1.jpg
    Þegar MAC addressan er fundin þarf að skrá hana í Ugluna, smellið hér fyrir vírað net eða smellið hér fyrir net á stúdentagörðunum.
ChromeOS
  1. Opnið stillingarnar (Settings) og smellið á network.
  2. Smellið næst á Ethernet:
    Vírað skref 1.png
  3. Smellið á network. MAC vistfangið mun birtast neðst:
    Vírað skref 2.png
    Þegar MAC addressan er fundin þarf að skrá hana í Ugluna, smellið hér fyrir vírað net eða smellið hér fyrir net á stúdentagörðunum..

Hvernig sæki ég um vírað net?

Starfsfólk HÍ getur sótt um IP tölu fyrir tölvur og tæki (fastar starfstöðvar). Æskilegt er að skráð sé MAC addressa um leið svo að uppsetning nets á vélinni verði sjálfvirk og einföld.

Umsókn um vírað net
  1. Umsóknin fer fram í Uglu undir Tölvuþjónusta → Umsóknir → Föst nettenging
  2. Hér fyllum við út eftirfarandi upplýsingar (sjá mynd að neðan):
  • Notandanafn: Hér getur þú sótt um fyrir annað starfsólk sé þess óskað. Sért þú að sækja um fyrir þig setur þú inn þitt notandanafn (án @hi.is).
  • Tegund tækis: Sú tegund tækis sem sótt er um fyrir, Windows, Mac/iOS, Linux/Unix, Prentari, Annað.
  • Fastanúmer tækis (MAC): Hér skrifið þið inn Mac addressuna fyrir tækið ykkar.
  • Staðsetning: Veljið hér þá byggingu sem tækið mun tengjast frá og veljið "Húsnet".
  • Ekki þarf að breyta öðrum dálkum. Smellið á klára umsókn:umsókn.png

Þegar búið er að senda inn umsókn þá færð þú úthlutaða IP tölu en hún ætti sjálfkrafa að vera skráð á tækið. Það getur tekið klukkutíma áður en tölvan getur tengst netinu.

Hvernig afskrái ég gömul tæki af netinu?

Starfsfólk getur afskráð eigin nettengingar í gegnum Uglu undir Tölvuþjónusta → Mínar tölvuþjónustur. Einnig geta deildarstjórnendur séð allar tengingar á þjónustuyfirlitinu undir Tölvuþjónusta → Þjónustuyfirlit á Uglu.

Með því að færa músarbendilinn yfir ruslatunnuna þá er hægt að sjá hvenær tenginginn var síðast í notkun:
afskrá tengingu.png

Algeng vandamál

Tölvan nær ekki að tengjast netinu
  • Eftir að umsókn um vírað net hefur verið send inn í Uglu þá getur það tekið upp að hálftíma áður en tölvan getur tengst netinu.
  • Oftast virkar þá að endurræsa tölvunna.
  • Aftengist þráðlausa netinu.
  • Slökkvið á VPN ef kveikt.
  • Athugið að tölvan, dokkan og utanáliggjandi netkort eru öll með sitthvor MAC-vistföng (address) fyrir ethernet tengin (netkort) því virkar aðeins nettengið sem var skráð í umsóknina. Hægt er að senda inn nýja umsókn ef þú ert með fleira en eitt ethernet tengi (netkort).
  • Athugið hvort það birtist ljós hjá ethernet tenginu á tækinu, ef það er ekkert ljós þá getur það bent til þess að tengillinn á veggnum sé ekki virkur, þá er hægt að prufa annan tengill. Ef enginn vegg tengill virðist virkur þá er hægt að senda inn beiðni á Upplýsingatæknisvið í gegnum þjónustugáttina með nafn tengillsins og staðsetningu.blikka vírad.png

Athugið hvort netkortið í tölvunni sé stillt þannig að það úthluti IP tölur sjálfvirkt ("IP assignment: Automatic (DHCP)" eða "Obtain IP address automatically") það á ekki að vera stillt á handvirkt (Manual).


Windows:

  1. Hægri smelltu á net-hnöttinn og veldu "Stillingar fyrir símkerfi og internet" (Network and Internet settings) eða opnaðu "Stilingar" (Settings) og veldu "Símkerfi og internet" (Network & Internet):
    vesen 1.png
  2. Smelltu á "Ethernet":
    vesen 2.png
  3. Undir "Úthlutun IP-tölu" (IP assignment) og "Verkefni DNS-þjóns" (DNS server assignment) ætti að standa "Sjálfvirkt (DHCP)" (Automatic (DHCP)) ef það stendur "Handvirkt" (Manual) þá breytir þú því undir "Breyta" (Edit):
    vesen 3.png

Frekari upplýsingar og aðstoð

Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg