Greinar um þetta efni

Netið heim

Þessi síða fjallar ekki um netið á stúdentagörðunum.

Starfsfólki og nemendum Háskóla Íslands býðst að tengjast netinu heima hjá sér í gegnum Háskólanetið (HInet).

Kostur þess að tengjast háskólanetinu er að viðkomandi kemst inn á lokuð svæði eins og gagnasöfn bókasafnsins. Einnig er hægt að komast inn á lokuð svæði með VPN tengingu háskólans.

Ef þú velur að tengjast um HInet mun netumferð þín fara í gegnum HÍ. Öllum notendum ber að fylgja notkunarskilmálum RHnets.

Hvernig sæki ég um netið heim?

Sótt er um "Netið heim" í gegnum Uglu undir Tölvuþjónusta → Umsóknir → Netið heim.

  • Nemendur geta aðeins sótt um tengingu frá Símanum.

  • Starfsfólk getur sótt um tengingu frá Símanum (Míla) eða Gagnaveitu Reykjavíkur (Ljósleiðarinn).

  • Til að geta tengst netinu heima í gegnum HÍ þarft þú að hafa virka heimtaug (tengingu) frá Símanum (Mílu) eða Gagnaveitu Reykjavíkur (Ljósleiðarinn).

  • Ef sótt er um net frá Símanum þá mun birtast notandanafn og lykilorð í lok umsóknar. Mikilvægt er að skrifa þessa auðkenningu hjá sér.

  • Hugið að því að segja upp Internetþjónustu hjá fyrri þjónustuveitu.

Úrvinnsla pantana hjá Gagnaveitu Reykjavíkur (Ljósleiðarinn)

Panti viðskiptavinur þjónustu á ljósleiðaratengt heimili þá á hann ekki rétt á heimsókn verktaka enda er GR áður búin að senda verktaka á heimilið til að ganga frá búnaði og tengingum fyrir Ljósleiðarann. Pantanir sem berast á ljósleiðaratengd heimili eru afgreiddar þannig að rétthafabreyting er framkvæmd að því gefnu að ekki sé virkur viðskiptavinur fyrir á heimilinu.

Viðskiptavinir sem panta þjónustu frá GR á heimili sem ekki eru ljósleiðaratengd eiga rétt á heimsókn verktaka frá GR þeim að kostnaðarlausu. Það sem að verktaki GR gerir er að setja upp netaðgangstæki á hentugasta stað í samráði við íbúa, leggja innanhúslagnir frá inntakinu að netaðgangstækinu og leggja eina CAT5 þjónustulögn að hverju þjónustutæki, það er frá netaðgangstæki að router. CAT5 lagnirnar eru með þeim hætti að þær eru „plug and play“ fyrir viðskiptavin og miðast er við að lögnin sé lögð meðfram veggjum án sérstakra lagnastokka að þjónustutækjum. Leitast er við að hafa þær sem minnst áberandi og þannig að viðskiptavinur hafi möguleika á að bæta fráganginn seinna.

Markmið GR um afhendingartíma á þjónustu eru 15 dagar en tekið skal fram að það er einungis markmið en alls ekki loforð um að allar uppsetningar klárist á 15 dögum.

Hvað kostar að fá netið heim?

  • Notandi þarf að útvega sér beini (router)
  • Kynnið ykkur verðskrá Símans og Gagnaveitu Reykjavíkur (Ljóleiðarinn).
  • Deild viðkomandi starfsfólks greiðir að auki tengigjald.

Hvernig set ég upp beininn (router) með tengingu frá Símanum?

Almennar leiðbeiningar

Þessar leiðbeiningar eiga ekki við um ljósleiðaratengingu Gagnaveitunnar.

Hér eru almennar leiðbeiningar sem sýna hvernig á að tengja beini (router) í gegnum Símann.

  1. Byrjaðu á því að tengjast beini (router), annaðhvort þráðlaust eða beint í gegnum netsnúru.
    • Þráðlaust: Tengdu netsnúruna við internet tengið á beininum og tengdu hinn endan við tengil á veggnum, tengdu síðan tölvuna við hann þráðlaust, þú sérð oftast nafnið og lykilorðið fyrir þráðlausa netið á miðanum undir beininum, það skiptir ekki máli þótt það er ekkert net.
    • Vírað: Tengdu netsnúruna við eitt af LAN tengjunum aftan á beininum, tengdu síðan hinn endan við tölvuna.
  2. Sláið inn IP tölu beinis inn í vefvafra, hann er mismunandi eftir búnaði.
    • Hér er dæmi um IP tölu beina: 192.168.1.254 eða 192.168.1.1 eða 10.0.0.138.
    • Það er oftast hægt að finna IP töluna eða vefslóðina fyrir stjórnborðið á miða sem er á beininum eða í gegnum leiðbeiningarnar sem fylgdu honum.
    • Það er líka hægt að opna "Skipanakvaðning" (Command Prompt) í Windows og slá þar inn "ipconfig", ef þú ert tengdur við beininn í gegnum netsnúruna þá finnur þú IP töluna undir "default gateway".
    • Athugið að ekki er hægt að tengjast beini ef proxy stillingar eru á vafranum.
  3. Þá er beðið um notandanafn, notandanafnið er "admin" og lykilorðið getur verið t.d. admin, epicrouter eða 1234. Best er að hafa þessar upplýsingar tiltækar frá söluaðila beinisins.
  4. Þá opnast heimasíða beinis, hér þarf að fara í Set Up eða Wizard.
    • Oft þarf að slá inn stillingar: VPI (0 eða 8), VCI (33,35 eða 48), Encapsulation (PPPoE eða PPPoA), Framing (LLC eða VC Mux). Þessar upplýsingar þarf að fá frá viðkomandi símafyrirtæki.
    • Internet Service Provider (ISP): Hér er beðið um það notandanafn og lykilorð sem þú fékkst uppgefið þegar þú sóttir um netið heim í Uglunni. ATH að nota þitt notandanafn og setja svo aftan við það @nemendur.hi.is (nemendur) eða @starfsm.hi.is (starfsmenn). Hægt er að sækja auðkennið aftur í Uglu.

Ekki ætti að þurfa að tilgreina frekari stillingar í Wizard eða Set Up ferlinu. Þær sem eru þegar til staðar ætti að láta vera. Munið að vista breytingarnar

Beinir (router) frá Símanum

Þessar leiðbeiningar eiga ekki við um ljósleiðaratengingu Gagnaveitunnar.

Hér eru leiðbeiningar sem sýna hvernig á að tengja beini (router) frá Símanum.

  1. Byrjaðu á því að tengjast beini, annaðhvort þráðlaust eða beint í gegnum netsnúru.
    • Þráðlaust: Tengdu netsnúruna við internet/WAN tengið á beininum og tengdu hinn endan við tengil á veggnum, tengdu síðan tölvuna við hann þráðlaust, þú sérð oftast nafnið og lykilorðið fyrir þráðlausa netið á miðanum undir beininum, það skiptir ekki máli að það sé ekkert net.
    • Vírað: Tengdu netsnúruna við eitt af LAN tengjunum aftan á beininum, tengdu síðan hinn endan við tölvuna.
  2. Sláið inn IP tölu beinisins inn í vefvafra, í þessu tilfelli er IP talan http://192.168.1.254.
    • Ef þú veist ekki IP töluna þá getur þú fundið hana í leiðbeiningunum frá símanum.
    • Einnig er hægt að opna "Skipanakvaðning" (Command Prompt) í Windows og slá þar inn "ipconfig", ef þú ert tengdur við beininn í gegnum netsnúruna þá finnur þú IP töluna undir "default gateway".
    • Athugið að ekki er hægt að tengjast beini ef proxy stillingar eru á vafranum.
  3. Þá er beðið um notandanafn, notandanafnið er "admin" og lykilorðið er hægt að finna undir "Access Key" aftan á beini:siminn 1.PNG
  4. Þá opnast heimasíða beinisins, smellið á "Internet Connectivity":siminn 2.PNG
  5. Hér þarf að færa inn stillingar:
    • Undir "Connection type" skal velja "PPP" tengingu.
    • Undir "Login" skaltu slá inn notandanafn án @hi.is og beint fyrir aftan skaltu setja "@starfsm.hi.is" eða "@nemendur.hi.is" eftir því hvor á við.
    • Undir "Password" skaltu slá inn lykilorðið sem þú fékkst uppgefið þegar þú sóttir um netið heim í Uglunni. Lykilorðið er alltaf hægt að finna í Uglunni.
    • Að lokum skal smella á "Apply" neðst á síðunni.siminn 3.PNG
  6. Nú á uppsetningu að vera lokið og er þá einungis eftir að tengja beininn við vegg.

Hvernig set ég upp beininn (router) með tengingu frá Gagnaveita reykjavíkur (Ljósleiðarinn)?

  • Þegar starfsfólk UTS eru búinn að virkja Internetþjónustu UTS á ljósleiðarasambandi hjá umsækjanda, þá er send staðfesting til hans í tölvupósti þess efnis.
  • Þessu næst þarf að endurræsa netaðgangstækið og beini (aftengja og tengja rafmagn).
  • Markmið GR um afhendingartíma á þjónustu eru 15 dagar en tekið skal fram að það er einungis markmið en alls ekki loforð um að allar uppsetningar klárist á 15 dögum.

Hvernig segi ég upp netinu?

Þú segir upp netinu í gegnum Uglu undir Tölvuþjónusta → Mínar tölvuþjónustur.

Hvernig flyt ég þjónustuna á annað heimili?

Til þess að flytja þjónustuna frá einu heimili yfir á annað þá þarf gera eftirfarandi:

  • Síminn (Míla): Þú lætur Símann flytja tenginguna og breytir engum stillingum á beininum (router).
  • Gagnaveita Reykjavíkur: Sendu inn nýja umsókn í gegnum Uglu. Í athugasemd má taka fram hvenær á að flytja þjónusturnar, það er hvaða dag er GR óhætt að taka niður þjónustu á gamla notkunarstaðnum og flytja þær yfir á nýja notkunarstaðinn. Flutningur getur tekið 2-3 daga eftir að umsókn er sent inn.

Algeng vandamál

Ég er að skipta um beini (router) hvað þarf ég að gera?

Síminn
Þegar skipt er um beini, á heimtengingu yfir Símann þá þarf að setja hann upp með leiðbeinigunum hér að ofan.

Gagnaveita Reykjavíkur
Þegar skipt er um beini, á heimtengingu yfir ljósleiðara Gagnaveitunnar, þá þarf starfsfólk UTS að breyta stillingum í kerfi GR, svo nýi beinirinn fá úthlutað IP tölu af neti HÍ.
Þetta er gert handvirkt og því er æskilegt að útskiptin eigi sér stað á dagvinnutíma og sé gert á eftirfarandi hátt;

  • Hafa nýja beininn tilbúinn og tryggja að hann sé með Ethernet WAN tengi fyrir tenginu við tengibox GR.
  • Senda skilaboð í gegnum þjónustugátt UTS og láta vita að skipt verði um beini. Starfsfólk UTS hefur samband og tímasetning fyrir útskiptin ákveðin.
  • Nýr beinir á að vera tengdur við sama tengi á tengiboxi GR og gamli beinirinn.
  • Starfsmaður UTS skiptir um skráða MAC addressu fyrir beini í kerfi GR.
  • Starfsmaður UTS endurræsir tengibox GR og beinir fær úthlutað IP tölu frá neti HÍ.
  • Notandi breytir stillingum á nýja beininum til samsæmis við sínar þarfir. Eins og nafni þráðlausa netsins, hugsanlega lykilorði fyrir þráðlausa netið og lykilorði fyrir admin aðgang að rúternum.
Netið datt út skyndilega
  1. Viðkomandi gæti verið kominn á lista yfir mikla umferð og hefur þar af leiðandi fengið tölvupóst þess efnis.
  2. Slökkva og kveikja á beini (router). Hafið slökkt á beininum í allavega 30 sekúndur.
  3. Beinir (router) er tryggilega tengdur, símakapall/netkapall er heill og óskaddaður, prófa annan kapal.
  4. DSL línan sé virk frá viðkomandi fjarskiptafyrirtæki. DSL eða Line Sync ljós á að vera grænt. Viðkomandi fjarskiptafyrirtæki gefur upplýsingar um það.
  5. Ef skipt hefur verið um fjarskiptafyrirtæki þá þarf að sækja um "Netið heim" í Uglunni á nýjan leik.
  6. Ef skipt hefur verið á beini (router) þá þarf að fylgja leiðbeiningunum að ofan.
  7. Prófa annan net/símatengil fyrir router ef það er í boði.
  8. Í sumum tilfellum þarf að setja beininn upp aftur (Reset Factory Default Settings).
  9. Notandi er kominn á lista yfir vírussýktar vélar á Háskólanetinu. Hafið samband við Tölvuþjónustu UTS.
Hef aldrei náð internet sambandi
  1. DSL línan sé orðin virk frá viðkomandi fjarskiptafyrirtæki. DSL eða Line Sync ljós á að vera grænt. Gott er að hringja í fjarskiptafyrirtæki og spyrja hvort línan sé tengd.
  2. Notendanöfn RHnets verða virk u.þ.b. 3-6 klst eftir umsókn hefur verið móttekin.
  3. Notast þarf við stillingar frá viðkomandi fjarskiptafyrirtæki en einungis setja inn notandanafn og lykilorð frá UTS.
  4. Mikilvægt að setja inn þitt eigið notandanafn hér: notandanafn@nemendur.hi.is eða notandanafn@starfsm.hi.is
  5. Stundum þarf að endurræsa (Factory Default Settings) beina (router) og stilla þá upp á nýtt. Hafa réttar stillingar frá viðkomandi símafyrirtæki til hliðsjónar.
  6. Sækja aftur um "Netið heim" í Uglunni og setja síðan nýja notandanafnið og lykilorðið inn í stillingar beinisins. Þetta á við í örfáum tilfellum þegar allt annað hefur verið sannreynt.
Tenging er sífellt að detta út eða missa samband
Gangið úr skugga um eftirfarandi atriði:
  1. Smásíubúnaður rétt uppsettur á öllum símtækjum sem eru á DSL línunni.
  2. Prófa að aftengja önnur símtæki og leyfa router að vera einum í sambandi. Öll símtæki þurfa að vera með smásíu ef þau eru á sömu línu og router.
  3. Símasnúra frá beini (router) sé ekki með smásíu. Smásíur eiga aðeins að tengjast við síma og beinir á að fá hreint samband við inntakið.
  4. Símakapall / netkapall frá beini sé heill og dósin í veggnum ósködduð og í lagi. Gott að prófa annan kapal.
  5. Takmarka notkun T-stykkja (splitter) sem deila línunni niður til að einangra bilun í þeim.
  6. RJ-11 tengi stuðla að stöðugra sambandi heldur en eldri símaklær. Gamaldags símaklær og ADSL- / VDSL-samband fara ekki alltaf vel saman, þar sem klærnar liggja ekki jafn þétt að vírum í símadós og glæru kubbalöguðu tengin RJ-11 gera. Slíkt getur valdið titringi/sveiflu á símalínunni og þannig slitið samband milli beinis og símstöðvar.
  7. Fjarskiptafyrirtækin geta mælt línuna í heimahúsum.

Frekari upplýsingar og aðstoð

Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg