Greinar um þetta efni

Ráðstefnunet

Til að gestir á ráðstefnum á háskólasvæðinu geti tengst við þráðlaust net þarf að sækja um svokallað Ráðstefnunet.

Ef um kennslu eða námskeið er að ræða þá er æskilegra að sótt sé um notandanafn fyrir hvern nemanda og notast við þráðlausa netið "Eduroam".

Umsókn um ráðstefnunet

Einungis starfsfólk háskólans getur sótt um þráðlaust ráðstefnunet í Uglu. Utanaðkomandi ráðstefnuhaldarar þurfa að sækja um gegnum tengilið sinn við Háskóla Íslands.

Við umsókn skaltu hafa eftirfarandi í huga:

  • Ef virkja á ráðstefnunetið í fleiri en einni byggingu þá þarf að skrifa það í athugasemd, ásamt því hvernig fjöldin skiptist milli bygginga.
  • Öllum notendum ber að fylgja notkunarskilmálum RHnets.
  • Sökum truflana á öðru netsambandi er ekki hægt að virkja ráðstefnunet nema á eftirfarandi tímum:
    • Að morgni milli kl. 05:00 og 08:00
    • Í hádeginu á milli kl. 12:00 og 13:00
    • Síðdegis milli 16:00 og 24:00

Ráðstefnunet er ekki opið lengur en í 5 daga samfellt.

Miðað er við að ráðstefnugestir séu 10 eða fleiri. Ef gestir eru færri en 10 þá skal sækja um skammtímaaðgang að þráðlausu neti og tölvuverum í Uglu fyrir hvern og einn notanda.

Í hvaða byggingum er boðið upp á ráðstefnunet?
  • Aðalbygging
  • Askja
  • Árnagarður
  • Edda
  • Gimli
  • Háskólabíó
  • Háskólatorg
  • Læknagarður
  • Lögberg
  • Neshagi
  • Oddi
  • Stapi
  • Sturlugata 8
  • Tæknigarður
  • Veröld
  • VR2
  • VR3
  • Þjóðarbókhlaða
  • Stakkahlíð
  • Skipholti
  • Bolholti

Þráðlaust ráðstefnunet er einungis opnað í þeim byggingum þar sem ráðstefnan fer fram.

Hvað kostar tenginginn?

Kostnaðurinn við ráðstefnunetið fylgir gjaldskrá Upplýsingatæknisviðs.

  • Engin auka þjónusta er veitt við ráðstefnugesti, nema um það sé samið sérstaklega.
  • Þurfi ráðstefnuhaldarar aðgang að kennslutölvum þarf að sækja sérstaklega um skammtímaaðgang fyrir hvern og einn notanda.

Hvernig er tengst netinu?

Ráðstefnunetið heitir (SSID) "CONFERENCE". Ráðstefnuhaldarar fá afhent WPA2 lykilorð sem hægt er að  að dreifa til ráðstefnugesta.

Skammtímaaðgangur að þráðlausu neti og tölvuverum

Starfsfólk getur sótt um tímabundinn aðgang að þráðlausa netinu (Eduroam) og tölvuverum fyrir gesti og tæki sem þurfa tímabundið að komast á þráðlausa netið. 

Sótt er um í gegnum Ugluna undir Tölvuþjónusta → Umsóknir → Skammtímaaðgangur að þráðlausu neti og tölvuverum, kostnaður gjaldfærist á deild umsækjanda.

  • Skrá þarf nafn og netfang fyrir hvern og einn notanda auk hversu marga daga aðgangurinn á að vara.
  • ATH að prenta út eða skrifa niður notendanöfn og lykilorð þegar þau birtast á skjánum því það er í eina skiptið sem þið sjáið það. Þessar upplýsingar eru EKKI sendar með tölvupósti.
  • Athugið. Aðgangur að þráðlausu neti og tölvum í tölvuverum veitir ekki aðgang að útprentun né Microsoft 365 (Office).

Frekari upplýsingar og aðstoð

Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg