Íbúar á Stúdentagörðum býðst ókeypis nettenging í gegnum Garðanet. Með Garðanet er hægt að tengja einn beinir (router) eða eina tölvu við vegg.
Íbúar á Sögu fá beini (router) uppsettan og tilbúin til notkunar. Aðrir íbúar þurfa að útvega sér beini og skrá hann inn á Uglu.
Öllum notendum ber að fylgja notkunarskilmálum RHnets.
Hvernig sæki ég um net á stúdentagörðunum?
- Þú sækir um netið hjá Félagsstofnun Stúdenta með því að gefa upp notandanafn í Uglu og kennitölu, athugið að aðeins aðilinn sem er skráður fyrir íbúðinni getur sótt um netið.
- Vert er að taka fram í byrjun að kerfi stúdentagarða sendir upplýsingar um nýja leigutaka klukkan 13 og 18 á hverjum degi og þá fyrst er hægt að tengjast netinu.
Hvernig tengi ég beini (router) við netið?
Til þess að virkja netið þá þarf fyrst að senda inn umsókn með WAN MAC-vistfang (address) beinis (router), athugið að vistfangið er ekki endilega það sama og er skráð á miðanum á beininum.
Íbúar á Sögu þurfa ekki að senda inn umsókn.
- Byrjaðu á því að tengjast beini (router), annaðhvort þráðlaust eða beint í gegnum netsnúru:
- Þráðlaust: Tengdu netsnúruna í WAN tengið á routernum og tengdu hinn endan við tengil á veggnum, tengdu síðan tölvuna við hann þráðlaust, þú sérð oftast nafnið og lykilorðið fyrir þráðlausa netið á miðanum undir beininum, það skiptir ekki máli þótt það sé ekkert net.
- Vírað: Tengdu netsnúruna við eitt af LAN tengjunum aftan á beininum, tengdu síðan hinn endan við tölvuna.
- Núna skaltu finna IP tölu beinis og slá henni inn í vefvafra.
- Það er oftast hægt að finna IP töluna eða vefslóðina fyrir stjórnborðið á miða sem er á beininum eða í gegnum leiðbeiningarnar sem fylgdu honum (t.d. 192.168.1.1 eða https://tplinkwifi.net/).
- Þú getur líka opnað "Skipanakvaðning" (Command Prompt) í Windows og slegið þar inn "ipconfig", ef þú ert tengdur við beininn í gegnum netsnúruna þá finnur þú IP töluna undir "default gateway".
- Skráðu þig inn á stjórnborðið, notandanafnið og lykilorðið á að vera hægt að finna á miðanum undir beininum eða með leiðbeiningunum sem fylgdu honum.
- Notandanafnið er oftast "admin"
- Lykilorðið getur verið "admin" eða "1234".
- Hægt er að grunnstilla beininn (factory reset) til þess að virkja upprunalega lykilorðið.
- Staðsetjið WAN MAC-vistfangið í stjórnborðinu, oftast er hún undir flipum eins og “Internet” eða “Status”, vistfangið ætti að vera eins og MAC-vistfangið sem er á miðanum fyrir utan mögulega síðustu 1-2 stafina.
- Sendið inn umsókn með WAN MAC-vistfanginu í gegnum Uglu, hægt er að finna síðuna undir Tölvuþjónusta → Umsóknir → Nettenging á stúdentagörðum
- Bíða þarf í um klukkustund áður en WAN MAC-vistfangið er orðið virkt í kerfinu.
- Ef það birtast skilaboð um að notandi er ekki skráður á görðunum þá þarf að tala við stúdentagarða (FS) og biðja um net með því að gefa upp notandanafn og kennitölu.
- Ef það birtast skilaboð "MAC virðist þráðlaust" þá getur verið að beinir sé í brúar-ham (bridge mode) í staðinn fyrir beinis-ham (routing mode). Hægt er að reyna að grunnstilla beininn og leita síðan aftur að WAN-MAC-vistafang beinis.
Tengja beini við net:
- Tengdu netsnúruna í WAN tengið á beininum og í "Internet" tengil á veggnum. Ef sá tengill er ekki virkur prufið þá annan. Ef merkinginn er vitlaus hafið þá samband við Stútendagarðana til að laga það.
- Núna áttu að geta tengst netinu.
Hvernig tengi ég tölvuna mína við netið ef ég hef ekki beini (router)?
Aðeins er hægt að tengja eitt tæki við vegg á stúdentagörðunum. Mælt er með að tengja beini (router) því í gegnum hann er hægt að tengja fleiri en eitt tæki við netið.
Ef þið hafið ekki útvegað ykkur beini (router) þá er hægt að tengja tæki á eftirfarandi hátt:
- Staðsetjið MAC-vistfang (address) ethernet kortsins í tölvunni.
- Opnið umsóknar síðuna í Uglu (Tölvuþjónusta → Umsóknir → Nettenging á stúdentagörðum).
- Sláið inn MAC-vistfangið og klárið umsókn. Ef það birtast skilaboð um að notandi er ekki skráður á görðunum þá þarf að tala við stúdentagarðana og gefa upp kennitölu og notandanafn.
Eftir að klukkustund er liðinn er hægt að tengjast netinu. Athugið að aðeins einn veggtengill er virkur í íbúðinni.
Algeng vandamál
- Notandi er ekki skráður í íbúð á Görðum: Þú verður að hafa samband við Stúdentagarða og gefa upp kennitölu og notandanafn í Uglu. Skráninginn er uppfærð í kerfinu klukkan 13:00 eða 18:00 á hverjum degi.
- [MAC] er nú þegar skráð: Ef þú fékkst beininn (router) frá öðrum aðila á görðunum þá eru líkur á því að hann er en skráður á þann aðila.
- [MAC] virðist þráðlaus: Beinir er að senda út MAC-vistfang fyrir þráðlausa netið. Þetta getur gerst ef routerinn er stilltur á "Bridge mode" í stað "Routing mode" oftast virkar að grunnstilla beini (Factory reset) og síðan leita að WAN MAC-vistfanginu aftur.
- Er búið að senda inn MAC-vistfangið í gegnum Uglu?
- Er beinir (router) eða tæki tengt við rétt tengi á veggnum? Aðeins einn veggtengill er virkur í hverri íbúð. Ef "Internet" tengillinn er ekki rétt merktur hafið þá samband við Stúdentagarðana.
- Er netsnúran tengd við WAN tengið á beininum (router)?
- Er sameiginlegt WAN og LAN tengið á beininum? Á sumum beinum er sameiginlegt WAN og LAN tengi sem þarf að aðskilja í gegnum stillingarnar. Þetta er mjög algengt á Huawei routerum.
- Prufið að grunnstilla beini (factory reset).
- Ef þú varst að flytja í aðra íbúð á stúdentagörðunum þá hefur það gerst að netið hefur en verið skráð á gömlu íbúðina.
- Prufið að tengjast netinu með öðru tæki eða athugið Firewall stillingar, vírusvörn, rekla (drivers) og svo framvegis.
- Hafið samband við Tölvuþjónustu Upplýsingatæknisviðs ef ekkert gengur.
- Prufið að skipta um netsnúru.
- Er netsnúran laus í tenginu?
- Prufið að grunnstilla beini (factory reset)
- Oftast er beinirinn orsakavaldur og þá má prufa að skrá annan beini í kerfið en ef þig grunnar að það er veggtengið þá skal senda inn viðgerðarbeiðni í gegnum "Mínar síður" hjá stúdentagörðunum.
- Athugið hvort þið hafi fengið sent tilkynningu frá Stúdentagörðunum um netleysi. Rafmagnsleysi hjá Veitum getur einnig valdið því að netbúnaður slái út.
- Umferð getur verið takmörkuð vegna vírussmits eða mikillar umferðar. Viðkomandi fær þá tölvupóst þess efnis frá netmenn@hi.is.
Frekari upplýsingar og aðstoð
Tölvuþjónustan Háskólatorgi
mán-fim 08:30-16:00
fös 08:30-15:00
hjalp@hi.is
525-4222