Greinar um þetta efni

Námsmenn með börn

Stór hluti nemenda við háskólann eru einnig foreldrar og þurfa því að samræma nám og fjölskyldulíf. Hér má finna hagnýtar upplýsingar um réttindi tengd fæðingarorlofi, leikskólamál, húsnæðismál, Menntasjóð námsmanna og annað sem getur skipt máli fyrir nemendur með börn.

Fæðingarstyrkur

Nemendur sem eiga von á barni eiga rétt á fæðingarstyrk úr Fæðingarorlofssjóði. Inni á vef island.is má finna, auk upplýsinga um fæðingarstyrk, ítarlegar upplýsingar um réttindi nemenda með börn.

Leikskólar FS

Félagsstofnun stúdenta rekur tvo leikskóla sem báðir eru staðsettir í stúdentagarðahverfinu á Eggertsgötu. A.m.k. annað foreldri/forráðamaður þarf að stunda  nám við HÍ til að fá pláss og er hægt að lesa sér til um reglur og annað varðandi leikskólana á heimasíðu FS.

Stúdentagarðar

Nemendur með börn geta sótt um að leigja 2-4 herbergja íbúðir hjá Stúdentagörðum og ef báðir foreldrar eru í námi við HÍ njóta þær fjölskyldur forgangs. Nánari upplýsingar eru í úthlutunarreglum Stúdentagarða.
Allir leigjendur á Stúdentagörðum eiga rétt á því að sækja um húsnæðisbætur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Algengar spurningar

Hvað á ég að gera ef barnið mitt er veikt þegar ég á að fara í próf

Það gilda sömu reglur um veikindi barns og ef nemandi er sjálfur veikur. Sjá Sjúkrapróf.

Er einhver aðstaða fyrir börn í HÍ?
Það eru skiptiborð á nokkrum salernum:
  • á kvennasalerni á 1.hæð á Háskólatorgi
  • á salerni á 2.hæð á Háskólatorgi
  • í Eirberg á salerni í kjallara
  • í Öskju á salerni fyrir fatlaða fyrir miðju á 1.hæð
  • í  Veröld Vigdísar á salerni fyrir fatlaða á 1. hæð 

Einnig eru barnastólar á Háskólatorgi.

Má koma með börn í tíma?
Sumir kennarar leyfa að foreldrar komi með nýfædd börn í tíma, en engar formlegar reglur eru til um það og því mikilvægt að ræða það við kennara fyrirfram.
Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg