Einn að lykilþáttum velgengni er góð andleg heilsa, bæði í námi og öðrum vettvangi. Hér að neðan er fyrirlesturinn Vellíðan í námi þar sem Nemendaráðgjöf HÍ fjallar um mikilvægi góðrar andlegrar heilsu, jákvætt hugarfar og að finna og nýta eigin styrkleika í námi.
Nemendaráðgjöf HÍ hefur sett saman ýmsa örfyrirlestra fyrir nemendur. Við mælum einnig með núvitundaræfingum og slökunaræfingum frá NHÍ til að stuðla að vellíðan.
Á vef Nemendaráðgjafar er einnig að finna sjálfshjálpar- og fræðsluefni sem getur reynst gagnlegt fyrir andlegt heilbrigði.
Nemendur HÍ geta enn fremur nýtt sér Sálfræðiþjónustu Háskóla Íslands sem og Sálfræðiráðgjöf háskólanema.