Greinar um þetta efni

Framfærsla

Nemendur hafa ýmsa kosti þegar kemur að framfærslu. 

Námslán

Nemendur geta sótt um framfærslulán meðan á námi stendur hjá Menntasjóði námsmanna (áður LÍN). Námsmenn með börn á framfæri geta einnig átt rétt á styrk að uppfylltum skilyrðum. Skilyrði fyrir lán og styrki er hægt að finna í lánareglum MSNM.

Einnig er hægt að leita til Hagsmuna- og lánasjóðsfulltrúa stúdenta á skrifstofu Stúdentaráðs með aðstoð varðandi námslán og samskipti við Menntasjóðinn.

Fæðingarstyrkur

Námsmenn sem eiga von á barni eiga rétt á fæðingarstyrk úr Fæðingarorlofssjóði. Inni á vef island.is má finna ítarlegar upplýsingar um réttindi nemenda með börn.

Nemendur með fatlanir og/eða sértæka námsörðugleika

Landssamtök íslenskra stúdenta er með síðu sem er sérstaklega ætluð fötluðum nemendum og/eða nemendum með sértæka námsörðugleika.  Kaflinn Sjóðir og örorka er um ýmislegt sem snýr að fjármálum nemenda.

Atvinnuleysisbætur

Nemendur sem eru ekki í fullu námi geta sótt um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun. Það er þó einhverjum takmörkunum háð. Kynntu þér málið nánar á heimasíðu Vinnumálastofnunar.

Húsaleigubætur

Allir nemendur í leiguhúsnæði geta kannað hvaða rétt þeir eiga á húsaleigubótum í reiknivél húsnæðisbóta á island.is.

Fjárhagsaðstoð

Reykjavíkurborg veitir fjárhagsaðstoð til fólks sem af einhverjum ástæðum getur ekki séð fyrir sér og þurfa á aðstoð að halda. Nemendur annarra sveitarfélaga eru hvattir til að athuga hjá sínu sveitarfélagi hvort þau veiti slíka fjárhagsaðstoð.

Þeir nemendur sem eru í alvarlegum fjárhagsvanda geta athugað með úrræði hjá Umboðsmanni skuldara.

Tengslatorg - atvinna

Inn á Tengslatorgi Háskóla Íslands finna nemendur ýmiskonar starfstækifæri. Þar inni eru auglýst hlutastörf, sumar- og framtíðarstörf. Einnig eru þar auglýst tækifæri til starfsþjálfunar hjá deildum innan HÍ.
Markmið Tengslatorgs HÍ er að vera samstarfsvettvangur skóla og vinnumarkaðar þar sem lögð er áhersla á starfsþróun og starfshæfni háskólanema.

Var þessi grein gagnleg?
1 af 1 fannst þessi grein gagnleg