Nemendur þurfa að skrá sig í lokaverkefni eins og önnur námskeið. Sjá Skráning í námskeið og próf
- Hafðu samband við nemendaþjónustu á þínu sviði til að fá leiðbeiningar um val á leiðbeinanda.
- Hjá Ritveri Háskóla Íslands geta nemendur allra fræðasviða pantað viðtalsfund og fengið góð ráð um ýmislegt sem tengist fræðilegum ritgerðum, skýrslum og öðrum skriflegum verkefnum og þá ekki síst varðandi uppsetningu á lokaverkefni.
- Nemendaráðgjöf HÍ býður upp á námskeið fyrir nemendur í grunnnámi sem eru að hefja vinnu við lokaverkefni.
Nemendur skila inn rafrænu eintaki af lokaritgerðum í gagnasafnið Skemman.is.
- Nemendur HÍ geta fengið frekari leiðbeiningar um skil í Skemmuna á leidarvisar.is.