Allir þeir nemendur sem brautskrást halda aðgangi að eftirfarandi:
Aðgangur að Uglu helst að því leiti að nemendur geta séð þau námskeið, einkunnir o.fl. er varðar þeirra nám. Önnur þjónusta svo sem eins og aðgangur að neti í HÍ (eduroam, heimanet, stúdentagarðanet), aðgangur að tölvuverum og Teams verður hins vegar ekki lengur í boði.
ATH að nemendur sem hætta námi missa allan aðgang að þjónustum Upplýsingatæknisviðs.
Áframhaldandi aðgangur vegna starfa hjá Háskóla Íslands eða rannsókna
Þurfi notandi áframhaldandi aðgang að þeim kerfum sem lokað er á eftir að hafa lokið námi þá þarf notandinn að hafa samband við sína deild og biðja um starfsnetfang.