Greinar um þetta efni

Brautskráning

Skráning í brautskráningu

Nemandi sem ætlar að brautskrást þarf að skrá brautskráningarmánuð í sinni Uglu tímanlega fyrir áætlaða brautskráningu. Það er hægt að gera í Uglu í endurskoðun námskeiðaskráninga í upphafi haust og vor misseris. Það þarf alltaf að skrá sig í brautskráningu óháð því hvort nemandi ætlar að vera viðstaddur athöfnina.

Þú þarft að kynna þér reglur hjá þinni deild um skil á ritgerð/lokaverkefni og staðfesta áform um brautskráningu.

Ef þú ert ekki skráð/-ur í brautskráningu og/eða hefur ekki staðfest við deildina þína í lok misseris að þú ætlir að brautskrást er litið svo á að þú ætlir ekki að brautskrást.

Ítarlegri upplýsingar um brautskráningu má finna í kennsluskrá.

Athöfn

Háskóli Íslands brautskráir kandídata þrisvar á ári, í febrúar, júní og október. Nákvæmari dagsetningar má finna í Kennslualmanaki Háskóla Íslands.

Ef kandídat er fjarverandi við brautskráningu þarf að nálgast braustkráningargögn síðar hjá sinni deild.

Nemendur sem ljúka diplómagráðu frá skírteini afhent á skrifstofu sinnar deildar.

Skírteini/gögn afhend við brautskráningu

Þegar þú brautskráist frá Háskóla Íslands færðu afhent:

  • Brautskráningarskírteini ásamt enskri þýðingu.
  • Námsferilsyfirlit á íslensku og ensku með upplýsingum um brautskráningu. Þar eru listuð námskeiðin þín, einkunnir og hvenær þú laukst hverju námskeiði fyrir sig. Einnig eru þar upplýsingar um heiti prófgráðu, dagsetning brautskráningar, meðaleinkunn og heildarfjölda eininga.
  • Skírteinisviðauki á íslensku og ensku. Inniheldur ítarlegri upplýsingar um gráðuna og menntastofnunina.

Athugið að brautskráningarskírteini og skírteinisviðauki eru aldrei endurútgefin svo varðveita þarf prófskírteini sín vel!

Afrit af skírteinum er einungis gefin út á pappír eftir brautskráningu. Sjá frekar Staðfesting á brautskráningu.

 

 

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg