Notandanafn og lykilorð - Nemendur

Uglan, innri vefur Háskóla Íslands, er eitt mikilvægasta tækið sem nemendur og kennarar nota við nám og störf. Aðgangur að Uglu er jafnframt aðgangur að tölvupósti, tölvum í tölvuverum HÍ og kennsluvefnum Canvas.

Til að fá notandanafn og lykilorð sem nemandi þarftu fyrst að:

 1. Vera með samþykkta umsókn í Samskiptagátt HÍ
 2. Greiða skrásetningargjaldið

Þá getur þú skráð þig inn á þína Samskiptagátt með rafrænum skilríkjum og undir flipanum „yfirlit umsókna“ úthlutað þér notandanafni og lykilorði að Uglunni.

Birting notandanafns og lykilorðs í Uglu varir í stuttan tíma í samskiptagáttinni og því mikilvægt að skrá niður hjá sér notandanafnið og lykilorðið þegar það birtist í gáttinni.
Það tekur tvo tíma fyrir notandanafn að virkjast eftir að það er úthlutað.

Með aðgangi að Uglu færð þú einnig netfang hjá Háskólanum (notandanafn@hi.is) sem er notað við innskráningu inn í kerfi háskólans. HÍ tölvupóstinn finnur þú á forsíðu Uglunnar þinnar.

Tveggja þátta auðkenning stuðlar að auknu netöryggi fyrir alla nemendur Háskóla Íslands. Þú setur upp auðkenninguna um leið og þú færð notandanafnið.

Samskiptagáttin er umsóknarvefur Háskólans þar sem öll samskipti varðandi umsóknarferli fer fram. Þegar umsókn er samþykkt og greidd getur umsækjandi notað Samskiptagáttina til að úthluta sér aðgangi að Uglu- innri vef Háskólans.

Lykilorði er breytt í Uglu undir Uglan mín → Stillingar → Breyta lykilorði. Einnig er hægt að smella á prófíl mynd uppi í hægra horni og smella á "Breyta lykilorði"

 

Allir þeir nemendur sem brautskrást og eru með nýju notendanöfnin (3 eða 4 bókstafir og síðan tölustafir þar á eftir t.d abc12) halda aðgangi að eftirfarandi:

Aðgangur að Uglu helst að því leiti að nemendur geta séð þau námskeið, einkunnir o.fl. er varðar þeirra nám. Önnur þjónusta svo sem eins og aðgangur að neti í HÍ (eduroam, heimanet, stúdentagarðanet), aðgangur að tölvuverum og Teams verður hins vegar ekki lengur í boði.

Nemendur sem hætta námi missa allan aðgang að öllum þjónustum Upplýsingatæknisviðs.

Aldrei gefa upp lykilorðið ykkar:

 • Aldrei gefa upp lykilorðið ykkar á síðum sem þið ekki þekkið. Ef innskráningarsíðan eða ferlið er eitthvað öðruvísi en þið eruð vön að þá er það vísbending um að eitthvað sé ekki eins og það á að vera.
 • Aldrei senda lykilorðið með tölvupósti eða gefa það upp í gegnum síma eða í gegnum skilaboð.

Ef þið fáið viðhengi með tölvupóstinum ykkar þá ber að hafa eftirfarandi í huga:

 • Aldrei opna viðhengi frá ókunnum aðilum.
 • Einnig skal forðast að opna viðhengi frá þekktum aðilum ef þið eigið ekki von á tölvupósti frá þeim. Það er möguleiki á að tölvuþrjótar komist yfir netföng hjá þekktum aðilum til að reyna að fá ykkur til að opna viðhengi.

Algeng vandamál

Hægt er að fá nýtt lykilorð gegn framvísun skilríkja á eftirtöldum stöðum:

Einnig er hægt að fá nýtt lykilorð sent í heimabanka eða í pósti á lögheimili en lykilorð eru hvorki send í tölvupósti né gefin upp í síma.

Tveggja þátta auðkennið hættir að virka ef:

 • Skipt er um síma.
 • Microsoft Authenticator er eytt úr síma.
 • Microsoft Authenticator aðganginum er eytt.
 • Skipt er um símanúmer.
 • Slökkt er á tilkynningum fyrir Microsoft Authenticator. Hægt er að kveikja á þeim aftur.

Ef tveggja þátta auðkennið hættir að virka þá þarf að "Endursetja tveggja þátta auðkenni".

 • Það tekur tvo tíma fyrir notandanafn að virkjast eftir að það er úthlutað.
 • Það þarf að skrifa @hi.is fyrir aftan notandanafn (notandanafn@hi.is).
 • Nemendur sem hætta í námi án þess að hafa brautskráðst áður eða sótt um leyfi frá námi missa aðganginn og þurfa að virkja notandanafnið aftur í gegnum Samskiptagátt.

Það þarf að nota HÍ netfang við innskráningu á Uglu (notandanafn@hi.is).

Microsoft reynir að flýta fyrir innskráningu með því að velja sjálfkrafa notandanafn úr minninu á vafranum. Ef Microsoft aðgangurinn er persónulegur, vinnu eða aðgangur frá öðrum skóla þá munu birtast skilaboð "Við eigum í vandræðum með að skrá þig inn" (Sorry, but we're having trouble with signing you in).

Til þess að laga vandann þá þarf að eyða öllum kökum (cookies) úr vafranum. Einnig er hægt að prufa annan vafra, opna "Incognito" eða "Private" glugga í vafranum eða að setja upp mismunandi prófíla í Chrome, EdgeFirefox eða Safari 17.

Innskráning vandamál

Við innskráningu birtast skilaboð "Nánari upplýsingar nauðsynlegar" (More information required) sem biður þig um að setja upp tveggja þátta auðkenningu.

Auðkenningin er ekki ósvipuð rafrænum skilríkjum og sendir tilkynningu í farsíma til að staðfesta innskráningu. Notendur þurfa ekki að staðfesta innskráningu þegar þeir eru tengdir háskólanetinu.

Tveggja þátt auðkenning stuðlar að auknu netöryggi fyrir alla nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands. og virkar sem auka auðkenning í viðbót við lykilorð.