Rafrænt innsiglað skjal

Nemendur Háskóla Íslands geta sótt staðfest gögn í sinni Uglu til að senda á aðra aðila til staðfestingar um nám sitt. Brautskráðir nemendur geta einnig nálgast yfirlit með brautskráningu á vef island.is

Hvernig veit viðtakandi hvort skjalið er gilt?

  1. Skjalinu þarf að skila á rafrænu formi, það er ekki hægt að sannreyna rafrænt innsigli sem hefur verið prentað á pappír
  2. Til að sannreyna pdf skjalið þarf að opna það með Adobe Acrobat Reader
  3. Innsiglið sjálft lítur svona út:
  4. Signature panel efst í glugga sýnir hvort innsigli sé gilt
  5. Enn fremur má smella á innsiglið, við það opnast gluggi með staðfestingu á undirritun skjalsins:
  6. Hafi verið átt við skjalið birtist athugasemd þess efnis:
    1. skjámynd með textanum at least one signature requires validating

Innsiglið er af sömu tegund og það sem kemur á námsferilsyfirlit HÍ sem sótt eru á island.is