Staðfesting á loknu námi

Þegar þú brautskráist frá Háskóla Íslands færðu afhent:

  • Brautskráningarskírteini ásamt enskri þýðingu.
  • Námsferilsyfirlit á íslensku og ensku með upplýsingum um brautskráningu. Þar eru listuð námskeiðin þín, einkunnir og hvenær þú laukst hverju námskeiði fyrir sig. Einnig eru þar upplýsingar um heiti prófgráðu, dagsetning brautskráningar, meðaleinkunn og heildarfjölda eininga.
  • Skírteinisviðauki á íslensku og ensku. Inniheldur ítarlegri upplýsingar um gráðuna og menntastofnunina.

Athugið að brautskráningarskírteini og skírteinisviðauki eru aldrei endurútgefin.

Námsferilsyfirlit með brautskráningu

Brautskráðir nemendur frá Háskóla Íslands (eftir 2015) geta nálgast staðfest námsferilsyfirlit með rafrænu innsigli bæði á íslensku og ensku endurgjaldslaust inni á island.is. Yfirlitið geturðu sent áfram í tölvupósti til dæmis til vinnuveitanda eða skilað með umsóknum um nám. Sérstök athygli er vakin á því að yfirlitið telst ekki lengur upprunavottað ef það er prentað út.

Sækja yfirlit á island.is

Afrit af skírteini

Stundum er farið fram á að brautskráður nemandi skili afriti af skírteini til viðbótar við námsferilsyfirlit. Staðfest afrit af brautskráningarskírteinum er ekki hægt að fá rafrænt.

  • Þú getur sent póst á haskolatorg@hi.is til að kanna hvort til sé afrit sem þú getur fengið sent undirritað og stimplað í bréfpósti á lögheimili eða annað heimilisfang sem þú gefur upp. Staðfest afrit kostar 350 krónur og hægt að greiða með millifærslu ef senda á í pósti.
    • Þú getur einnig óskað eftir að staðfest afrit sé afhent þriðja aðila með því að senda nafn og kennitölu viðkomandi í tölvupósti á haskolatorg@hi.is 
  • Þú getur komið með frumritið þitt á þjónustuborð og fengið afrit á staðnum. Staðfest afrit kostar 350 krónur.

Athugaðu að sé óskað eftir afriti skírteinis á ensku þarf íslenska skírteinið ávallt að fylgja með þar sem enska þýðingin inniheldur ekki undirskrift deildarforseta.

Afrit af skírteinisviðauka

Til að fá staðfest afrit af skírteinisviðauka þarftu að koma með frumritið þitt á þjónustuborðið Háskólatorgi. Það eru sérstaklega erlendir skólar sem óska eftir slíku. Ef þú finnur ekki frumritið þitt skaltu hafa samband við þjónustuborð Háskólatorgi.

Algengar spurningar

Rafræn undirrituð skjöl þarf að opna í Adobe Acrobat til að sannreyna stafrænu undirskriftina. Sé skjalið prentað út er ekki lengur hægt að sannreyna uppruna skjalsins og því ekki lengur staðfest skjal.

Ef skila þarf staðfestum gögnum um nám, svo sem afriti af skírteini eða námsferilsyfirliti, stimpluðu og undirrituðu á pappír geturðu í flestum tilvikum fengið slíkt á Þjónustuborðinu Háskólatorgi gegn framvísun skilríkja eða sent í bréfpósti á lögheimili þitt. Hvert staðfest skjal kostar 350 kr.

Hægt er að fá námsferilsyfirlit með árángursröðun á Þjónustuborðinu Háskólatorgi. Hvert staðfest skjal kostar 350 krónur.

Árangursröðun segir til um hvar nemandi stóð í hverju námskeiði fyrir sig, samanborið við þá nemendur sem luku sama námskeiði á sama tíma, og gefur þannig betri mynd af einkunn. Algengast er að óskað sé eftir slíkum upplýsingum erlendis og kallast þetta á ensku ranking.

Upplýsingar sem hægt er að fá á vottorðum byggja á skráningu í Uglu. Nemandi sem hefur skráð sig í brautskráningu getur fengið staðfestingu á þeirri skráningu ásamt loknum einingafjölda. Hafi deild nemanda jafnframt þegar yfirfarið feril og staðfest til brautskráningar er hægt að fá staðfestingu á að nemandi muni brautskrást á brautskráningardegi. Öll slík gögn eru gefin út af þjónustuborðinu Háskólatorgi og hægt að óska eftir með því að senda póst á haskolatorg@hi.is eða koma á staðinn á afgreiðslutíma.

Stofnanir sem óska eftir skjölum, til dæmis aðrir háskólar, taka venjulega mjög skýrt fram hvaða gögn þeir vilja og á hvaða formi. Það sem allir skólar eiga sameiginlegt til dæmis er að þeir vilja fá staðfest námsferilsyfirlit með brautskráningu og vilja flestir í dag fá það rafrænt. Nemendur brautskráðir eftir 2015 geta nálgast slíkt endurgjaldslaust á island.is

Ef þú ert óviss er best að spyrja stofnunina sem er að biðja um skjölin. Starfsfólk þjónustuborðs Háskólatorgi er svo reiðubúið að aðstoða ef þarf.

 

Alla jafna fá kandídatar afhent frumritin sín hjá sínu fræðasviði ef það var ekki afhent við brautskráningarathöfn.