Gagnageymsla

Image
gagnageymsla

OneDrive og Teams/SharePoint eru hluti af Microsoft 365 pakkanum. Einnig er hægt að skoða OneDrive og Teams/Sharepoint á vefnum í gegnum onedrive.hi.is og teams.hi.is.

  • Allir notendur HÍ fá aðgang að Onedrive gagnageymslu Microsoft 365. Plássið sem hver og einn fær er 1TB (1.000 GB).
  • Hver og einn Teams hópur fær sameiginlega gagnageymslu upp að 25TB (25.000 GB).

Munurinn á OneDrive og SharePoint/Teams er í raun sá að OneDrive er hugsað fyrir einstaklinga og persónuleg gögn (sem þó er auðvelt að deila) á meðan SharePoint/Teams er geymslusvæði fyrir hópa sem búnir eru til sérstaklega.

Við mælum með að OneDrive sé skoðað í vafra í kennslutölvum á onedrive.hi.is. Möppustrúktur helst sá sami og því einfalt að finna skjalið og opna það á vélinni, annað hvort er hægt að smella á F11 til að skjalið hylji allan skjáinn eða hægt að velja að opna skjalið í forriti.

Á vef Microsoft er að finna myndbönd um notkun á OneDrive. Veldu efri leiðbeiningarnar, Work or school:

OneDrive er hluti af Microsoft 365 pakkanum og því er mælt með að sækja hann fyrst til að setja OneDrive upp á vélinni. Hægt er að skoða OneDrive á vefnum á onedrive.hi.is.

  1. Byrjaðu á því að finna og opna OneDrive á tölvunni, þú getur farið í starthnappinn (Windows íkonið) niðri í vinstra horninu og skrifað OneDrive:
    Onedrive Windows
  2. Skráðu þig inn með HÍ netfanginu þínu (sama og þú notar Í Uglu):
    Onedrive Windows
  3. Hér er hægt að velja hvar OneDrive mappan er geymd. Smelltu á "Áfram" nokkrum sinnum:
    Onedrive Windows
  4. Hér getur þú valið að afrita gögn úr möppum sjálfkrafa í skýið (eins og af skjáborðinu). Veldu hvort og þá hvaða möppu þú vilt afrita í skýið og haltu svo áfram:
    Onedrive Windows
  5. Ef Onedrive býður þér að ná í farsíma forritið þá mátt þú smella á "Seinna":
    Onedrive Windows
  6. Smelltu á „Opna OneDrive möppuna mína“ (Open my OneDrive folder) til þess að ljúka uppsetningunni:
    Onedrive Windows
  7. Nú opnast OneDrive svæðið. Hér vinstra megin er svo komið svæði fyrir OneDrive möppuna þína. Nú vinnur þú með þetta svæði eins og hvern annan harðan disk eða möppu:
    Onedrive Windows
  8. Allt sem þú setur hér undir er nú einnig aðgengilegt á netinu og öðrum vélum sem eru með OneDrive uppsett.
  9. Einnig er hægt að opna Onedrive með því að smella á OneDrive íkonið sem er niðri í hægra horninu og "Opna möppu" (Open Folder):
    Onedrive Windows

OneDrive er hluti af Microsoft 365 pakkanum og fylgir ef þú hefur sett hann upp í tölvunni þinni. Einnig er hægt að sækja hann af heimasíðu Microsoft eða ná í það í gegnum Apple App Store. Hægt er að skoða OneDrive á vefnum á onedrive.hi.is

  1. Þegar uppsetningu er lokið smellir þú á OneDrive í Applications möppunni eða notar finder search to að finna það:
    OneDrive í Application möppunni
  2. Uppi í hægra horninu á skjánum birtist tákn „OneDrive“, ský. Smelltu á það og þá birtist glugginn „Set up OneDrive“. Þar skrifar þú HÍ netfangið þitt og smellir á „Sign in“.
    Innskráning í OneDrive
  3. Hér velur þú staðsetningu fyrir OneDrive í möppuna. Hér munu öll þau skjöl sem þú geymir í skýinu vera. „Documents“ mappan er sjálfvalin, ef þú óskar að breyta því velur þú „Change Location" og velur nýja möppu og/eða smellir á „Next":
    Setja upp OneDrive möppu
  4. Næst koma nokkrir gluggar sem kynna þig fyrir OneDrive. Smelltu á „Next“ í hverjum glugga til að halda áfram:
    OneDrive cascade
  5. OneDrive býður þér síðan að sækja OneDrive fyrir snjallsíma. Best er að gera það í snjallsíma, en ekki í tölvu. Veldur því „Later":
    Opna OneDrive
  6. Þá er OneDrive tilbúið. Þú finnur OneDrive möppuna í „Finder“. Nafnið á henni er „OneDrive - Menntaský“. Þú getur opnað hana núna með því að smella á „Open OneDrive folder".
    Opna OneDrive möppuna

Hér fyrir neðan er sýnt hvernig þú nærð í hugbúnaðinn og setur hann upp á Android eða iOS.

  1. Leitaðu að "Microsoft 365" í gegnum Play Store (Android) eða App Store (iPhone & iPad), og smelltu á "Install" eða "Get".
  2. Þegar tækið er búið að hlaða niður appinu þá skaltu keyra það.
  3. Skráðu þig inn í appið með HÍ netfanginu þínu.

Þegar þú ert búin að skrá þig inn þá getur þú byrjað að nota appið.

Word, Excel, PowerPoint og Onedrive er allt byggt inn í Microsoft 365 appið en athugaðu að það er líka til sér OneDrive app sem hægt er að ná í á Play Store (Android) eða App Store (iPhone & iPad).

Þú þarft ekki neina sérstaka uppsetningu til að nálgast gögn og deila í vafra. Við mælum þó með því að á ykkar vélum hafið þið OneDrive hugbúnaðinn uppsettann.

En oft þurfið þið að nálgast gögnin ykkar í vafra á vélum sem ekki eru með OneDrive uppsett og þá er það gert svona.

  1. Farið á onedrive.hi.is og skráið ykkur inn með Uglu notandanafninu ykkar ef það er beðið um það. Einnig er alltaf hægt að smella á punktana efst í vinstra horninu ef þið eruð á einhverri Office síðu og valið þar OneDrive:

Microsoft online apps

Það er hægt að sjá öll skjöl allra hópa sem þú hefur aðgang að í tölvunni þinni. Hér að neðan er sýnt hvernig þú gerir þessi skjöl sýnileg í Windows.

  1. Farðu inn á onedrive.hi.is og skráðu þig inn.
  2. Staðsettu hópinn undir "Quick Access" ef hópurinn er ekki á þessum lista smelltu þá á „More places“
  3. Smelltu hér á „Sync“ til að sjá þessi gögn á vélinni þinni:
    Teams gögn
  4. Þessi gluggi eða annar álíka kemur upp á skjáinn hjá þér. Smelltu á „Open Microsoft OneDrive“:
    Teams gögn
  5. Smelltu á "Close".
    Teams skjöl 3
  6. Þú finnur hópinn nú í Windows undir „Menntaský“. Þar birtast allir þeir hópar sem þú hefur valið að tengja við tölvuna, í MacOS sést hópurinn í OneDrive möppunni.
    Teams skjöl

Sjálfgefið þá sérðu öll þau skjöl sem eru í hópunum en þau eru þó ekki geymd á tölvunni þinni nema þú biðjir um það. Það gerir þú með því að hægrismella á viðkomandi hóp (eða möppu(r) og skjöl inn í þeim hóp) og velur „Always keep on this device“.

OneDrive-forritið býður upp á þann innbyggða möguleika að taka sjálfvirkt afrit af "Skjáborð" (Desktop), "Skjöl" (Documents) og "Myndir" (Pictures) möppunum yfir á OneDrive-skýið. Athugið að afritunin tekur allt sem er í möppunum og ekki er hægt að velja einstakar skrár.

Til að virkja þann möguleika þá þarf að framkvæma eftirfarandi skref:

  1. Hægrismellið á OneDrive skýið.
    Smellið svo á tannhjólið og "Stillingar" (Settings).
    Onedrive afrit
  2. Veljið "Samstilling og öryggisafritun" (Sync and back up) flipann í glugganum sem birtist og í framhaldi smellið á "Stjórna öryggisafritun" (Manage backup).
    Onedrive afrit
  3. Veljið "Skjáborð" (Desktop), "Skjöl" (Documents) og/eða "Myndir" (Pictures) til að taka afrit af þeim möppum. Að vali loknu er smellt á "Vista breytingar" (Save changes) til að hefja sjálfvirku afritunartökuna.
    Onedrive afrit

Hér er smá yfirlit yfir hvað OneDrive táknin þýða. Fyrir betra yfirlit skoðið vefsíðu Microsoft's:

  • Ský: Þessi gögn eru aðeins geymd á netinu, þegar þú smellir á gögnin þá nær tækið í þau.
  • Grænn hringur (ófylltur) með grænu gátmerki: Þessi gögn eru aðeins aðgengileg á tækinu.
  • Fylltur grænn hringur: Þessi gögn eru aðgengileg bæði á tækinu og í skýinu.
  • Rautt X: Þessi gögn hafa ekki verið hlaðin upp útaf villu, þú getur séð villuna með því að smella á OneDrive á verkstikunni.
  • Grátt ský með strik í gegn á verkstikunni: Þú ert ekki innskráður í OneDrive, smelltu á OneDrive á verkstikunni.
  • Örvar í hring: OneDrive er að hlaða þessi gögn upp í skýið.
  • Manneskja: Þessum gögnum hefur verið deilt með öðrum.
  • Pásu hikmerki: Skrár eru ekki að samstillast (synca), haltu áfram að samstilla með því að smella á OneDrive á verkstikunni og smella á "Halda samstillingu áfram".

Onedrive tákn

Onedrive og Teams teymi (sem eru stillt á "Gesti" en ekki "Innri") bjóða upp á þann valmöguleika að leyfa aðilum að hlaða inn skjölum beint inn í skýið hjá viðkomandi/teyminu án þess að gefa þeim aðgang að möppunni:

  1. Opnaðu OneDrive.hi.is og veldu "My files" eða veldu teymið og "Files".
  2. Hakaðu við möppuna sem þú vilt nota og smelltu síðan á "Request Files".
    Onedrive Request Files
  3.  Nú þarf bara að slá inn hvaða skjal þú ert að biðja um og senda á viðtakanda.

Ef þú vilt loka fyrir upphleðslu í möppuna þá smellir þú á þrípunktinn fyrir aftan hana, velur "Manage access" og eyðir hlekknum.

Hægt er að sækja allar skrár af OneDrive á tækið eða eyða öllum skrám sem eru vistuð á tækinu (þetta eyðir ekki þeim eintökum sem eru í skýinu) með því að gera eftirfarandi:

  1. Smella á Onedrive táknið, næst skaltu smella á tannhjólið og "Stillingar" (Settings).
    Onedrive afrit
  2. Neðst á "Samstilling og öryggisafritun" (Sync & backup) undir "Ítarlegar stillingar" (Advanced settings) finnur þú eftirfarandi valkosti:     
    • "Losa diskapláss" (Free up disk space): Þessi valmöguleiki eyðir þeim eintökum sem eru vistuð á tækinu, þessi gögn eru þó ennþá til í skýinu ef gögnin hafa verið hlaðin upp.
    • "Sækja allar skrár" (Download all files): Þessi valmöguleiki sækir öll gögn af Onedrive á tækið.
      Onedrive geyma á/losa af tæki

Algeng vandamál

Ef þú gögn glatast þá getur þú reynt eftirfarandi:

  • OneDrive
    • Opnaðu onedrive.hi.is og smelltu þar á ruslatunnuna.
    • Opnaðu onedrive.hi.is. Veldu Mínar skrár (My files) og smelltu á þrípunktinn fyrir aftan skjölin eða hægri smelltu á þau til þess að skoða fyrri útgáfur af þeim (version history).
    • Hægt er að endurheimta OneDrive eins og það var fyrir x dögum ef skjalið er týnt og ekki í ruslatunnunni. Við mælum þó með að athuga að öðrum eintökum á tölvunni fyrst. Opnið onedrive.hi.is, smellið á tannhjólið og veljið "Restore your OneDrive".
  • SharePoint:
  • Windows:
    • Opnaðu skrá. Veldu "Þessi tölva" (This PC) vinstra megin og leitaði að skjalinu.
    • Ef þetta er Word/Excel/PowerPoint skjal opnaðu þá forritið. Smelltu á Skrá (File) → Uppl. (Info) → Stjórna skjali (Manage Document) → Endurheimta skjöl sem ekki voru vistuð (Recover Unsaved Documents).
    • Ef þetta er Word/Excel/PowerPoint skjal opnaðu þá skrá og farðu á slóðina "C:\Users\Notandanafn\AppData\Local\Microsoft\Office\UnsavedFiles" (skiptu notandanafn út fyrir þitt nafn á tölvunni).
    • Athugið ruslatunnuna á tölvunni.
  • MacOS:
    • Haltu niðri SHIFT + COMMAND + C og leitaðu að skjalinu þar. Ef það tekst ekki leitaðu á sama stað að "autorecovery".
    • Athugaðu ruslatunnuna á tölvunni.

Ef slóðin að skjalinu er lengri en 255 stafir þá mun OneDrive ekki geta hlaðið því upp í skýið. Þar meðtalið er  heitið á möppunum sem skjalið er vistað í og nafnið á skjalinu.