Greinar um þetta efni

Hver er munurinn á opnum og læstum Inspera prófum?

Inspera merkið

Próf í Inspera getur ýmist verið "læst" eða "opið" og kennari getur valið þá leið sem samræmist matsáætlun og hæfniviðmiðum námskeiðs hans best.

Að próf séu læst þýðir einfaldlega að engin hjálpargögn séu leyfileg við próftökuna. Það er einnig kallað „gagnalaus próf" (e. closed-book ). Nemandi þarf því að treysta alfarið á minni sitt, þekkingu og skilning.

Þegar ákveða þarf hvort próf sé opið eða læst er í stuttu máli verið að ákveða hvort:

  • öll hjálpargögn verði leyfileg meðan á próftöku stendur - „gagnapróf" (e. Open-book)
  • aðeins þau hjálpargögn sem kennari skilgreinir (.pdf skjöl, vefsíða eða vefsvæði) verði leyfileg - „læst (með hjálpargögnum)"
  • engin hjálpargögn verði leyfileg - „gagnalaus próf"

Læst umhverfi er EKKI sjálfgefin stilling í Inspera!

Kennari þarf að haka í rétt box í prófstillingum til að ná því fram - Sjá leiðbeiningar í Uglu.

Eindregið er mælt gegn því að haldin séu læst gagnalaus heimapróf

 

Gagnalaus próf (læst)

Í gagnalausum Inspera prófum mæta nemendur á prófstað allajafna með eigin tölvur. - Sjá leiðbeiningar um uppsetningu gagnalausra prófa í Uglu

Í prófstofu gefur prófvörður/kennari upp lykilorð (SEB lykilorð) sem nemendur þurfa til að geta opnað prófið sjálft. Við þá aðgerð ræsir Inspera vafra, Safe Exam Browser (SEB), sem lokar aðgangi að:

  1. Vefsvæðum og -síðum,
  2. hverskyns forritum á vef eða tölvu,
  3. skjölum tölvunnar.

Tölvur nemenda breytast þannig, tímabundið, í prófvélar þar sem einungis prófið sjálft og þau hjálpargögn sem kennari hefur skilgreint eru aðgengileg (stafræn og lífræn).

Athugið!

  • Í prófum sem kennari eða deild heldur á eigin vegum er umsýsla með lánstölvum í þeirra höndum. Nemendur láta kennara sína vita, kennarar hafa samband við Prófaskrifstofu, nálgast og skila lánstölvum aftur að prófi loknu.
  • Fyrir próf á vegum Prófaskrifstofu, próf sem eru á próftöflum, er umsýsla með lánstölvum á vegum Prófaskrifstofu. Nemendur sækja þá um lánstölvu með því að fylla út umsóknareyðublað og lánstölva bíður þeirra í prófstofu. - Tengill á umsóknareyðublað fyrir nemendur

Hjálpargögn

Til hjálpargagna í læstum Inspera prófum teljast til dæmis:

  • Vefsíður og/eða vefsvæði sem kennari vill að nemendur hafi aðgang að við próftökuna. Til dæmis stafræn reiknivél, þýðingarsíður, lagasöfn o.s.frv. 
  • PDF skjöl sem innihalda efni sem gagnast nemendum við úrvinnslu prófsins. Til dæmis töflur, formúlublöð o.s.frv.
  • Forrit eins og Word merkið Word, Excel merkið Excel, PDF merkið Acrobat, R merkið R, SPSS merkið SPSS o.s.frv.
    • Ef veita á aðgang að einhverjum þessara forrita verður að halda prófið í tölvuverum háskólans
Gagnapróf (opin)
strikað yfir SEB merkiðÍ Inspera gagnaprófum geta nemendur geta notað tölvuna sína eins og venjulega meðan á prófinu stendur. Það þýðir að nemendur geta skoðað og nýtt t.d.:
  • Vef- og tölvuforrit,
  • vefsíður og vefsvæði,
  • hvers kyns skjöl vistuð á tölvu, í skýjageymslu og á jaðartækjum.
Engin lykilorð þarf til að opna gagnapróf. - Sjá leiðbeiningar í Uglu um Inspera gagnapróf
  • Undantekning á því er þegar haldin eru opin staðpróf en þá eru jafnan notuð svokölluð dagslykilorð sem prófverðir/kennarar gefa nemendum upp þegar allir eru tilbúnir. Slík lykilorð eru aðeins lágmarks aðgangshindrun. 

Opin Inspera gagnapróf er hægt að taka á nær öll veftengd tæki ef þau keyra stýrikerfin MacOs, Windows, iOS, Chrome OS eða Linux (Ubuntu). 

Strikað yfir Internet Explorer merkiðAthugið að Inspera styður ekki Internet Explorer.

Af hverju ekki læst heimapróf?

Það er marklaust að halda læst heimapróf því þó próftökutölvan sé læst í prófinu er auðvelt fyrir nemendur að komast í óleyfileg gögn t.d. með því að nota aðra nettengda tölvu, snjallsíma eða bækur.

Mynd af nemanda að svindla í læstu heimaprófi

Það geta líka komið upp tæknivandamál hjá nemendum í lokuðu umhverfi sem erfitt er fyrir tæknimenn að leysa gegnum síma.

Frekari upplýsingar og aðstoð

Prófaskrifstofa
 Setberg - Hús kennslunnar
Mán-Föst 08:00-12:00 og 13:00-16:00
Inspera leiðbeiningar
inspera@hi.is
Bóka Inspera fjar-aðstoð

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg