Greinar um þetta efni

Innskráning kennara í Inspera

Inspera er rafrænt prófakerfi Háskóla Íslands.

Kennari fer eftirfarandi leið til að skrá sig inn í Inspera sem stjórnandi prófa:

  1. Setja slóðina https://hi.inspera.com inn í vafra að eigin vali.
  2. Smella á „Fara yfir á innskráningarsíðu Stjórnenda"
  3. Smella á „Innskráning með Uglu netfangi"
      • Notandi er spurður hvort hann vilji halda skráningu inn í kerfið virkri. Notanda er í sjálfsvald sett hvorn kostinn hann velur. Þó er vert að geta þess að varhugavert er að halda virkri skráningu á tölvum sem fleiri hafa aðgang að.

Að innskráningu lokinni ætti Inspera stjórnborðið að blasa við með aðal flæðilínuna á bláum borða efst með flipunum „Semja", „Stilla", „Vakta" og „Meta" fyrir miðju:

Algeng vandamál við innskráningu 

Ég finn hvorki spurningasettin mín né prófin!

...Ég sé heldur ekki flæðilínuna sem talað er um í leiðbeiningum og á stjórnborðinu eru aðeins fliparnir „Próf framundan", „Undangengin próf" og „Prufupróf":

Ástæður: Kennari hefur óvart skráð sig inn sem nemandi. Orsökin gæti líka verið hin annars frábæra „einskráning" (SSO) sem heldur innskráningu okkar virkri milli kerfa háskólans.
Inspera skiptist í tvö svæði; Nemenda og Stjórnenda (kennara). Kennarar hafa aðgang að báðum svæðum.

  • Sjálfgefin lending á Inspera síðunni er innskráning nemenda enda mesta umferðin í kerfið þeim megin.
  • Ofarlega, hægra megin við miðju er hægt að skipta á milli innskráningu nemenda og stjórnenda með því að smella á „Fara yfir á innskráningarsíðu Stjórnenda

Lausn: Til þess að færa sig yfir á stjórnendasvæðið er hægt að fylgja eftirfarandi leið:

  1. Smella á persónu táknið ofarlega í hægra horninu
  2. Smella á „Skrá út."
  3. Rita aftur https://hi.inspera.com í vefslóðarreit vafrans. 
  4. Velja „Fara yfir á innskráningarsíðu Stjórnenda"
  5. Skrá sig inn með Uglu aðgangsupplýsingum
    Innskráning með Uglu
    • Notandi er spurður hvort hann vilji halda skráningu inn í kerfið virkri. Notanda er í sjálfsvald sett hvorn kostinn hann velur. Þó skal geta þess að varhugavert er að halda opinni skráningu í tölvum sem fleiri en einn hafa aðgang að.
Vafrinn Internet Explorer virkar ekki með Inspera!

Ástæður: Internet Explorer vafrinn er í lítilli notkun almennt og m.a. vegna öryggisgalla sem finnast í honum, styður Inspera ekki notkun hans

Lausn: Nota annan vafra eins og t.d.Chrome, Firefox,  Edge eða Safari. Ef enginn þessara vafra er tiltækur á tölvunni má finna þá með leitarvél, hlaða niður og setja upp. 

Ég fæ upp skilaboð um að ég hafi ekki aðgang að prófinu mínu!

Þegar ég reyni að opna ákveðið próf í Inspera gegnum Uglu koma upp villuskilaboð þess efnis að ég hafi ekki aðgang að prófinu! 

Ástæður: Nokkrar ástæður geta legið hér að baki:

  • Algengast er að mistök hafi orðið við skilgreiningu aðgangsheimilda að prófinu þegar prófið var stofnað frá Uglu.
    • Þegar við stofnum Inspera próf frá Canvas gegnum Uglu þarf að velja þá kennara sem eiga að hafa aðgang að prófinu.
  • Sjálfgefið er að nöfn allra skráðra kennara námskeiðsins eru á listanum en mögulega hefur skráning verið röng eða kennari óvart fjarlægður úr þessum reit þegar prófið var stofnað.
  • Breytingar á þessum lista eru mögulegar á sama stað og við veljum dagsetningu prófsins, lengd þess o.s.frv. Sjá "Fylla út formið - Stofna nýtt próf".

Lausn:

  1. Opna Ugluna.
  2. Smella á „Uglan mín" og „Námskeiðin mín."
  3. Smella á Inspera merkið, þrípunktana, í næstsíðasta dálk hægra megin við línu námskeiðsins.
  4. Finna rétt próf í prófalistanum og smella á penna táknið vinstra megin við heiti prófsins.
  5. Skrolla niður að liðnum „Þeir sem hafa aðgang að þessu prófi hjá Inspera," smella inn í gluggann (hægra megin við síðasta nafnið í listanum) og byrja að skrifa nafnið eða notandanafn.
  6. Ugla birtir sprettiglugga sem inniheldur nafn/nöfn í lista en nóg er að smella á nafnið til að bæta því við. 
  7. Smella á vista. 
  8. Smella á táknið vinstra megin við penna táknið, ,til að opna prófið inn í Inspera. 

Undantekning:

  • Nafnið mitt kemur ekki upp í listanum/aðeins nemenda notendanafnið mitt kemur upp í listanum: Hafðu samband við Inspera sérfræðinga Prófaskrifstofu. - sjá Inspera tækniaðstoð.

 

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg