Inspera er rafrænt prófakerfi Háskóla Íslands.
Nemandi fer eftirfarandi leið til að skrá sig inn til að taka Inspera próf:
- Setja slóðina https://hi.inspera.com inn í vafra að eigin vali.
- Undantekning er vafrinn Internet Explorer
en Inspera styður ekki þann vafra.
- Undantekning er vafrinn Internet Explorer
- Smella á „Innskráning með Uglu netfangi"
- Notandi er spurður hvort hann vilji halda skráningu inn í kerfið virkri. Notanda er í sjálfsvald sett hvorn kostinn hann velur. Þó er óráðlegt að halda skráningu virkri í tölvu sem fleiri hafa aðgang að.
- Að innskráningu lokinni ætti Inspera stjórnborðið að blasa við.
Á miðju stjórnborðinu er að finna eftirfarandi þrjá flipa:
A. „Próf framundan" flipinn hefur að geyma lista yfir þau próf sem nemandi er skráður í og eru í gangi eða framundan. Hvert próf birtist innan kassa ásamt frekari upplýsingum.
B. „Undangengin próf" flipinn hefur að geyma próf sem nemandi hefur þegar tekið og kennari hefur opnað fyrir prófsýningu. Hvert próf birtist innan kassa ásamt frekari upplýsingum.
C. „Prufupróf" flipinn hefur að geyma prufupróf sem nauðsynlegt er að opna, m.a. til þess að:
-
- Ganga úr skugga um að tölva okkar ráði við gagnalaus Inspera próf í læstu umhverfi.
- Til að kynna okkur viðmótið svo ekkert komi á óvart á prófdag.
Ef nemandi er skráður í próf sem eru í gangi eða framundan birtast prófkassarnir í tímaröð undir flipanum „Próf framundan." Tökum dæmi um nemanda sem er skráður í 2 próf:
- Próf 1. er þegar opið - Í gangi
- Próf 2. opnar ekki strax - er Framundan
-
- Nemandinn skráir sig inn í Inspera og sér tvo prófakassa á stjórnborðinu sínu, einn sem hefur stöðuna „Í gangi" og annan með stöðuna „Framundan.":
D. Til þess að opna Próf 1. sem hefur stöðuna „í gangi", smellir nemandi á hnapp merktan „Tilbúið/n/nn? Smelltu hér" innan prófkassans. Við smellinn birtist Forsíða prófs 1. (hafi kennari sett upp forsíðu á prófið) og þar undir skilaboð um að vafrinn sem nemandinn er að nota sé rangur:
Þessi skilaboð eru eðlileg og þýða ekkert annað en að nemandinn sé að fara að taka gagnalaust (læst) Inspera próf og þurfi því að ræsa Save Exam Browser. Þar koma hnapparnir „Opna prófið í Safe Exam Browser." Ef ekkert gerist eftir smellinn geta eftirfarandi ástæður verið vandamálið:
- Hafi nemandi aldrei hlaðið niður SEB gerist ekki neitt ef hann smellir á „Opna prófið...." hnappinn.
- Það sama getur gerst ef útgáfa SEB á tölvu nemanda er úrelt.
- Einnig getur það komið í ljós að útgáfa SEB á tölvunni sé úrelt eftir að SEB hefur verið ræstur.
Í þessum tilfellum er lausnin að smella á „Sækja SEB" í báðum tilfellum og fylgja leiðbeiningum um uppsetningu SEB á tölvuna. Það geta verið mismundandi aðgerðir sem þarf að grípa til við uppfærslu SEB svo það er sniðugt að kynna sér líka ítarlegar leiðbeiningar um uppsetningu og uppfærslu á SEB má finna gegnum eftirfarandi tengil: UGLA - Uppsetnig og uppfærsla Safe Exam Browser
E. Til þess að opna Próf 2., sem hefur stöðuna Framundan, smellir nemandi á hnapp merktan „Tilbúið/n/nn? Smelltu hér" innan prófkassans. Nemandinn kemst þó ekki langt því strax í næsta skrefi sér nemandinn forsíðu Prófs 2. (hafi kennari sett forsíðu á prófið) og nákvæmar tímasetningar um hvenær prófið opni og hver próftökutími nemanda verði. Nemandinn kemst ekki lengra fyrr en opnunartími prófsins rennur upp.
F. Staða prófs:
- „Framundan" - Próf er ekki hafið ennþá.
- Í prófalista nemenda í Inspera raðast próf með þessa stöðu þannig að þau próf sem eiga að hefjast fyrst birtast efst í röðinni og hin fylgja í þeirri tímaröð á eftir.
- „Í Gangi" - Próf með þessa stöðu þýðir að nemandi hefur hafið próftöku prófsins en ekki skilað því inn ennþá.
- Í prófalista nemenda raðast próf með þessa stöðu þannig að þau próf sem eiga að loka fyrst af prófum með þessa sömu stöðu raðast efst og svo koll af kolli.
- „Opið" - Próf með þessa stöðu eru opin fyrir nemanda en hann hefur ekki hafið vinnu við prófið.
- Í prófalista nemenda raðast próf með þessa stöðu þannig að þau próf sem loka fyrst raðast efst og svo koll af kolli.
Aðrar stöður prófa geta verið t.d. „Dagsett", „Lokið", „Skilað", „Engin innskil" o.fl.