Hlutverk lögfræðinga skólans er að vera stjórnendum og öðru starfsfólki til aðstoðar með lögfræðileg málefni tengd starfsemi stofnunarinnar. Lögfræðiteymi starfar á rektorsskrifstofu en auk þess er lögfræðingur á mannauðssviði og lögfræðiteymi á vísinda- og nýsköpunarsviði.
Til að fá aðstoð leitið þá beint til einstakra lögfræðinga sem sinna viðkomandi málaflokki.
- Rektorsskrifstofa: Fyrir ráðgjöf sem varðar meðferð nemendamála, bæði kvörtunar- og agamál, yfirlestur og rýni samninga, yfirlestur á reglum og reglubreytingum á vettvangi Háskólans og aðstoð við opinber innkaup.
- Mannauðssvið: Fyrir ráðgjöf sem varðar mannauðsmál og vinnurétt.
- Vísinda- og nýsköpunarsvið: Fyrir ráðgjöf sem varðar vernd hugverka, tækniyfirfærslu, stofnun fyrirtækja og samningagerð.