Tölvuver

Upplýsingatæknisvið Háskólans rekur nú 14 tölvuver í byggingum víðs vegar um Háskólasvæðið. Einnig eru þrjár kíosk-tölvur á Háskólatorgi.

Aðgang að tölvuverum hafa öll þau sem starfa og stunda nám við Háskóla Íslands. Fyrrverandi og brautskráðir nemendur hafa ekki aðgang.

Öllum ber að fylgja umgengnisreglum tölvuveranna til hins ýtrasta. Vinsamlegast kynnið ykkur þær hér á síðunni.

Opnunartími tölvuvera er sá sami og almennur opnunartími viðkomandi byggingar.

Hægt er að nálgast og vista gögn í gegnum OneDrive í tölvuverunum.

Í tölvuverum UTS geta einstaklingar með notandanafn fengið afnot af tölvubúnaði, hugbúnaði, prentþjónustu og háhraða internettengingu.

Notendur skrá sig inn á vélarnar með sama notendanafni og lykilorði og notað er í Uglu.

Beiðnir um tímabókanir í tölvuver fyrir námskeið eða ráðstefnur skal senda á netfangið kennslustofur@hi.is eða hafa samband við Þjónustuborð Háskólatorgs í síma 525 5800.

Hægt er að fylgjast með hvar eru lausar tölvur á eftirfarandi síðu: http://labstats.hi.is/

Í Uglu undir Tölvuþjónusta → Tölvuver → Stundatöflur tölvuvera er hægt að sjá stundatöflur tölvuvera og þannig skipulagt fyrirfram hvaða tölvuver þið viljið nota á ákveðnum tímum.

Reglur um umgengni í tölvuverum:

  • Sýnið tillitsemi gagnvart öðrum notendum!
  • Óheimilt er að neyta matar og drykkjar í tölvuverum. Hins vegar má vera með drykki í lokuðum fjölnota ílátum.
  • Gangið snyrtilega um og takið til eftir ykkur áður en þið yfirgefið tölvuver !
  • Óheimilt er að “taka frá” tölvu á einn eða annan hátt. Ef notandi yfirgefur tölvu í lengri tíma er öðrum notendum frjálst að yfirtaka hana, þó svo forrit séu í gangi á tölvunni.
  • Óheimilt er að skilja tölvu eftir opna ef farið er frá henni.
  • Notkun farsíma er óheimil öðrum en starfsfólki Háskólans.
  • Rýmið tölvuver tafarlaust þegar húsinu er lokað og þegar kennarar eða annað starfsfólk HÍ óska þess.
  • Notkun tölvubúnaðar UTS til tölvuleikja er ekki bönnuð, en sú almenna regla gildir að iðkendur tölvuleikja skuli víkja athugasemdalaust fyrir öðrum notendum ef um það er beðið.

Verði nemandi uppvís að broti á ofangreindum reglum, má hann eiga von á tafarlausri brottvísun úr tölvuveri.

Hér má lesa almennar húsreglur Háskóla Íslands.

Tölvuver má finna víðsvegar á háskólasvæðinu:

Algeng vandamál

Ef eitthvað bilar í tölvuverunum þá er hægt að láta vita í gegnum Uglu undir Tölvuþjónusta → Tölvuver og kennslustofur → Tilkynning um bilun.

Aðeins starfsfólk getur beðið um uppsetningu á hugbúnaði í tölvuverum, það er gert í gegnum Uglu undir Tölvuþjónusta → Tölvuver og kennslustofur → Beiðni um uppsetningu hugbúnaðar.

Þú ert brautskráður nemandi og hefur misst aðgang að tölvuverunum. Þú getur séð stöðuna þína inn á Uglu undir Uglan mín → Námskeiðin mín.
Ef þú ert nemandi en skráður sem brautskráður þá verður þú að tala við Nemendaskrá eða deildina þína. Ef þú vinnur fyrir skólann þá verður þú að biðja um nýtt notendanafn frá deildinni þinni

Tölvan getur ekki tengst netinu. Oftast virkar að enduræsa tölvunna með því að halda niðri power takkanum og kveikja síðan aftur á tölvunni. Ef það virkar ekki látið þá vita í gegnum Uglu undir Tölvuþjónusta → Tölvuver og kennslustofur → Tilkynning um bilun.