Fundaraðstaða

Starfsfólk HÍ getur bókað fundarherbergi í gegnum dagbókina (calendar) í Outlook um leið og fundur er bókaður. Þú getur slegið inn heiti byggingar í herbergisleit (room finder) til að finna laus fundarherbergi. 

Til að bóka:

  1. Byrjaðu á að opna dagbókina í Outlook og opna nýjan fund (new meeting) 
  2. Glugginn sem opnast er svipaður og nýr tölvupóstur en þar fyllirðu inn heiti fundarins, slærð inn netföng þeirra sem þú ætlar að bjóða á fundinn með þér og velur dagsetningu og tíma.
  3. Í staðsetningu (location) slærðu inn númer fundarherbergis sem þú vilt bóka (til dæmis A-223a ) og bókunartólið segir þér hvort herbergið sé laust á þeim tíma sem valinn er. Einnig er hægt að smella á hebergisleit (room finder) og slá inn heiti byggingar.
  4. Að lokum geturðu sett inn lýsingu á innihaldi fundarins og sent fundarboðið (send) þegar allt er tilbúið. Þú færð svo sjálfkrafa tölvupóst þar sem frátekt fundarherbergis er staðfest.

Leiðbeiningar um fundarbókanir í Outlook er einnig að finna á vef Microsoft.

Fyrir stærri fundi eða viðburði er hægt að fá bókaðar kennslustofur gegn gjaldi.

Algengar spurningar

Flest fundarherbergi eru með skjá eða skjávarpa sem þú getur tengt við fartölvu og eru mörg hver merkt með sætafjölda í Outlook. Þú getur einnig haft samband við umsjónarmann háskólabyggingarinnar ef þig vantar frekari upplýsingar.

Ekki þarf að greiða fyrir afnot af fundarherbergjum sem eru bókanleg í Outlook enda eru þau rými ætluð til styttri funda tengdum starfi þínu.

Allir starfsmenn HÍ eiga að geta bókað fundarherbergi í gegnum Outlook. Ef þú færð ekki upp þann möguleika á þínu starfsmannanetfangi (notandi@hi.is) hafðu samband á Þjónustugátt Upplýsingatæknisviðs.