Vinnuaðstaða og tölvubúnaður

Vinnuaðstaða, tölvubúnaður sem og nettenging og símanúmer á að vera til staðar þegar fólk hefur störf og er það á ábyrgð næsta yfirmanns að sjá um að svo sé. Vinnuaðstaða er oft í opnu rými og eru flest fundarherbergi bókanleg í dagbókinni í Outlook. Nálægt opnu vinnurými er oft næðisaðstaða.

  • Síminn er í tölvunni í gegnum Teams. Yfirmaður sér til þess að þú fáir heyrnartól með hljóðnema.
  • Tölvan er leigubúnaður sem er afhent uppsett með Windows og er endurnýjuð á fjögurra ára fresti.
  • Með notandanafni starfsfólks fylgir Microsoft 365 aðgangur sem inniheldur aðgang að tölvupósti í Outlook, gagnageymslu í OneDrive og Sharepoint, hópvinnukerfi í Teams, office pakkann og fleira.
  • Prentarar fyrir starfsfólk eru til staðar í öllum byggingum og eru flestir tengdir með skýjalausn. Í einstaka tilfellum er prentari tengdur vinnustöð settur upp sérstaklega á þína tölvu.
  • Uppsetning á öðrum upplýsingatæknibúnaði sem og forritum er á vegum þjónustufulltrúa upplýsingatæknisviðs.

Ef upp koma vandamál með net-, síma- eða tölvubúnað sendið beiðni á þjónustugátt Upplýsingatæknisviðs. Notendaþjónusta upplýsingatæknisviðs veitir einnig aðstoð frá kl. 8-16 alla virka daga í síma 525-4222.

Algengar spurningar

Mikilvægt er að þú sért á háskólanetinu þegar þú skráir þig inn á tölvuna í fyrsta skipti. 

Eftirfarandi þarf eingöngu að gera í fyrsta sinn sem þú skráir þig inn í tölvuna og miðast það við að þú sért að tengjast þráðlausa netinu á háskólasvæðinu. 

  • Ræstu upp tölvuna 
  • Veldu “hnattar” merkið niðri í hægra horninu 
  • Finndu “eduroam” í listanum yfir þráðlausar nettengingar sem eru í boði og veldu “Connect”. 
  • Sláðu inn netfangið þitt (notandanafnið þitt með @hi.is í endann). 
  • Sláðu inn Uglu lykilorðið þitt og ýttu á OK.  
  • Veldu “Other user” niðri í vinstra horninu. 
  • Sláðu inn notandanafnið þitt og lykilorð. 

Núna er tölvan þín tengd og tilbúin til notkunar. 

Ekki er þörf á því að vera á háskólanetinu til þess að skrá sig framvegis inn í tölvuna. 

Upplýsingatæknisvið hefur sett upp vélina fyrir þig og er hún afhent tilbúin til notkunar.  Hún er uppsett með þeim hugbúnaði sem flestir starfsmenn HÍ þurfa á að halda. Einnig er hún sett upp með hugbúnaði sem sérstaklega var óskað eftir fyrir afhendingu.  

Næsti yfirmaður sér til þess að þú fáir úthlutað símanúmeri. Umsóknir um símanúmer fara í gegnum innri vef Uglu, Tölvuþjónusta - Umsóknir

Næsti yfirmaður sér til þess að vinnustöð sé tilbúin fyrir þig. Ef setja þarf upp tenginu fyrir borðtölvur, prentara eða fartölvur sem tengjast alltaf í sama nettengil er hægt að sækja um hana á Uglu, Tölvuþjónusta - Umsóknir

Almennt greiðir HÍ ekki fyrir farsíma starfsfólks. Ef þú telur að þú þurfir að fá úthlutað síma frá skólanum til að get sinnt þínu starfi þarftu að rökstyðja það og fá samþykki yfirmanns. Frekari upplýsingar um innkaup vöru og verklag er að finna á Uglu.

Vélin er uppsett fyrir miðlægt kerfi HÍ og er í eigu Upplýsingatæknisviðs. Því fylgir að starfsmenn hafa ekki stjórnendaréttindi á vélina og geta því ekki sett upp annan hugbúnað á hana en þann hugbúnað sem er í boði í gegnum Software center sem er uppsett á tölvunni. Ef þú þarft á öðrum hugbúnaði að halda vegna starfa þinna, vinsamlegast sendu þá beiðni í gegnum Þjónustugátt UTS. Í framhaldi munum við aðstoða þig við að setja hugbúnaðinn upp.

Ef starf þitt er þess eðlis að þú þarft stjórnendaréttindi á leiguvélina þá er hægt að sækja um slíkan aðgang í gegnum Þjónustugáttina. Í framhaldi verður þér sent eyðublað sem þarf að fylla út og senda til baka með undirritun yfirmanns. Eftir það mun þinn þjónustumaður hjá UTS setja sig í samband við þig og ganga frá uppsetningu stjórnendaréttinda á leiguvélina.

Innkaup á tölvubúnaði fer í gegnum deildar/sviðs stjóra.