Matsala og kaffistofur

Nemendur, starfsfólk og gestir háskólans geta keypt veitingar víðsvegar á háskólasvæðinu, hvort sem það er kaffibolli til að grípa á milli fyrirlestra eða heit máltíð til að njóta í hádeginu.

Háma er staðsett í níu byggingum á háskólasvæðinu. Þar er boðið upp á fjölbreytt úrval af mat og drykk. Stærstu kaffistofur Hámu á Háskólatorgi, í Tæknigarði, Læknagarði og Stakkahlíð bjóða upp á heitan rétt í hádeginu virka daga milli 11:30 - 13:30 og á öllum sölustöðum Hámu er hægt að fá súpu alla virka daga. Nemendur með stúdentakort fá afslátt af heitum mat, súpu og kaffikortum í Hámu.

Við flesta sölustaði Hámu er aðstaða sem má nýta til að hita nesti og opin rými þar sem hægt er að tylla sér á milli kennslustunda.

Til viðbótar við Hámu er að finna á háskólasvæðinu:

Gott er að hafa í huga að margar af veitingasölum á háskólasvæðinu eru opnar í samræmi við kennslutímabil.

Vegan

Félagsstofnun stúdenta rekur Hámu og Stúdentakjallarann þar sem boðið er upp á ýmsar veitingar fyrir grænkera og er það alltaf merkt sérstaklega. Í Hámu á Háskólatorgi og Tæknigarði eru tveir réttir dagsins í hádeginu og alltaf annar þeirra vegan. Að sama skapi þar sem boðið er uppá tvær súpur er alltaf önnur vegan. Veitingastaðurinn SÓNÓ í Norræna húsinu er einnig grænkeraveitingastaður.

Kaffistofur starfsfólks

Kaffistofur fyrir starfsfólk eru í öllum byggingum skólans þar sem hægt er að fá sér kaffi, te og vatn. Best er að snúa sér til samstarfsfólks ef þú veist ekki hvaða kaffistofa er næst þinni starfsstöð.

Algengar spurningar

Starfsfólk HÍ í hálfu starfi eða hærra starfshlutfalli getur valið á milli þess að fá fæðisfé eða aðgang að matarmiðum sem hægt er að nýta í Hámu, í Bókakaffi stúdenta, Veröld - húsi Vigdísar og í Stúdentakjallaranum. Starfsmaður sem vill skrá sig á matarmiðalista hefur samband við launadeild og getur svo keypt matarmiðana á Þjónustuborðinu Háskólatorgi.

Nemendur geta framvísað stúdentakorti í Hámu og fengið þar afslátt af heitum réttum, súpu og kaffikortum. 

Háma hefur einkaleyfi til að vera með veitingar á Háskólatorgi en afgreiðir veitingar á fundi og ráðstefnur á háskólasvæðinu öllu, matseðil og pöntunarform að finna á heimasíðu þeirra. Fyrir veitingar í Veröld skal hafa samband við Súpustöðina. Í byggingum öðrum en Veröld og Háskólatorgi má versla við aðra veitingaaðila.