Aðgangur að húsnæði HÍ

Háskóli Íslands starfar í fjölmörgum byggingum á þremur svæðum, í Vatnsmýri, Vesturbæ og í Stakkahlíð. 

Byggingar HÍ eru almennt opnar frá 7:30 til 18:00 á virkum dögum út skólaárið, frá 15. ágúst til 22. maí, nema um jól og páska.
Nánari upplýsingar um opnunartíma má finna hér.

Nemendur og Starfsfólk getur fengið aðgang að byggingum utan opnunartíma til að nýta sér vinnurými og tölvuver.

Nemendur sem vilja aukinn aðgang að byggingum Háskóla Íslands sækja um stúdentakort með aðgangi í sinni Uglu.

Allt nýtt starfsfólk Háskólans fær starfsmannaskírteini. Starfsmannaskírteini eru auðkennis- og aðgangskort sem veita aðgang að byggingum háskólans umfram venjulegan opnunartíma þeirra.

Til að breyta eða bæta við aðgangi á starfsmannaskírteini sendir næsti yfirmaður beiðni á fasteignaumsjón. Umsjónarmaður lætur vita þegar aðgangur hefur verið veittur.

Þegar verktaki og/eða þjónustuaðili hefur störf fær hann aðgang til að sinna sínu starfi. Ábyrgðaraðili verks sækir um aðgang að svæðum og öðru sem nauðsynlegt er til verksins hjá deildarstjóra fasteignaumsjónar.

Algengar spurningar

Nemendur tilkynna glatað aðgangskort í tölvupósti til studentakort@hi.is.

Starfsfólk tilkynnir glatað aðgangskort til fasteignaumsjónar.