Stúdentakort

Stúdentakort er auðkenniskort nemenda innan háskólasamfélagsins og veitir afslætti hjá hinum ýmsu fyrirtækjum um land allt. Upplýsingar um afslætti er að finna á vef stúdentaráðs.

Hægt er að sækja um Stúdentakort HÍ um leið og skrásetningargjald hefur verið greitt og nýtist sama kortið nemendum áfram skólagönguna á enda.

Sótt er um stúdentakort á Uglu (Uglan mín – Stúdentakort) og þarftu fyrst að ákveða hvort þú vilt að kortið þitt veiti þér aðgang að byggingum utan opnunartíma eða ekki. Hafa skal í huga að ekki er hægt að breyta um tegund á kortinu sjálfu eftir á og því gott að vanda valið.

Stúdentakort án aðgangs færðu ókeypis á meðan kort með aðgangi kostar 1500 kr.

Stúdentakort með aðgangi

Margir nemendur vilja hafa aukinn aðgang að byggingum Háskólans til að geta nýtt tölvuver, lesrými og annað utan almenns opnunartíma. Aðgangskortin veita líka aðgang að aðgangsstýrðum bílastæðum við Öskju

Opnunartími húsa með stúdentakorti er 7:30-24 alla daga. Öll aðgangskort veita aðgang að Háskólatorgi (innangengt í samtengdar byggingar) og geta notendur valið til viðbótar aðgang að VR-II, Öskju, Læknagarði eða Stakkahlíð.

Á próftíma veita aðgangskort aðgang til kl. 2 eftir miðnætti.

Endurnýjun korts

Á bakhlið kortsins er límmiði sem sýnir gildistíma. Á Þjónustuborðinu Háskólatorgi og á kennsluskrifstofunni í Stakkahlíð geturðu framvísað útrunnu korti og fengið nýjan límmiða á það. Endurnýjun korts er gjaldfrjáls. 

Hvað get ég gert ef...

Stúdentakortið er auðkenniskort þitt innan háskólans og þurfa myndir að endurspegla það hlutverk. Myndin þarf að vera skýr andlitsmynd og býður umsóknarferlið upp á að sníða myndina þína til. Gott er að hafa í huga myndir á öðrum skilríkjum, bæði við val á mynd og þegar hún er sniðin. Ef sótt er um kort í síma getur einnig komið fyrir að vandlega valin mynd komi inn í kerfið á hlið, og þá er ekkert sem starfsfólk við prentun getur gert til að laga það nema hafna myndinni og óska eftir að nemandi sæki um upp á nýtt.

Gott er að byrja á því að kíkja í þína Uglu og skoða kortaumsóknina. Hafi myndinni verið hafnað færðu sjálfkrafa sendan tölvupóst á hi-netfangið þitt, en þú getur einnig séð stöðu umsóknarinnar á stúdentakortasíðunni í þinni Uglu. 
Ef umsókn um kort án aðgangs var samþykkt er það sent á lögheimili þitt. Hafa skal í huga að það getur liðið allt að vika frá því að umsókn er samþykkt og þangað til kortið er tilbúið og svo bætist við þann tíma flutningstími Íslandspósts. Ef kortið hefur ekki borist á lögheimili þitt á tilskildum tíma skaltu hafa samband við Þjónustuborðið Háskólatorgi (studentakort@hi.is).
Ef þú sóttir um kort með aðgangi þarftu að sækja það á Þjónustuborðið Háskólatorgi. Sendur er sjálfkrafa tölvupóstur á hi-netfang nemanda þegar kort er tilbúið.

Hafðu samband við Þjónustuborðið Háskólatorgi (studentakort@hi.is).

Ef þú vilt fá nýtt kort skaltu hafa samband við Þjónustuborðið Háskólatorgi (studentakort@hi.is) svo hægt sé að opna fyrir nýja kortaumsókn í þinni Uglu. Þú skilar svo gamla kortinu þegar þú sækir nýja.

Ef þú hefur glatað kortinu þínu og þarft að fá nýtt skaltu hafa samband við Þjónustuborðið Háskólatorgi (studentakort@hi.is) svo hægt sé að opna fyrir nýja kortaumsókn í þinni Uglu.