Greinar um þetta efni

IREI

Um IREI

IREI stendur fyrir Icelandic Research e-Infrastructure, eða íslenskir rafrænir innviðir og er markmið verkefnisins að bjóða íslenskum háskólum og ríkisreknum rannsóknarstofnunum aðgengi að öflugum innviðakjarna sem byggður er á fjórum stoðum. Þær stoðir eru ráðgjöf, varðveisla gagna, miðlun gagna og reikniafl.

Verkefnið býður upp á HPC vélbúnað, skýjalausn og ráðgjöf.

Hverjir geta fengið aðgang?

IHPC/IREI er í boði fyrir íslenska háskóla og ríkisreknar rannsóknarstofnanir. Vísindamenn á sjálfstæðum rannsóknarstofnunum geta einnig fengið aðgang, að því gefnu að rannsóknir þeirra séu fjármagnaðar með opinberum styrkjum.

Hægt er að sækja um aðgang á tvo vegu, annaðhvort með því að vera í samstarfi í gegnum innviðasjóð eða að leiðbeinandi/yfirmaður sendi inn formlega umsókn í gegnum þjónustugátt HÍ.

Formleg umsókn þarf að innihalda upplýsingar um verkefnið, áætlaðan tíma hvenær það klárast og hvaða hugbúnað og kerfi eru nauðsynleg til þess að klára verkefnið.

Lengd aðgangs getur aldrei farið yfir þrjú ár. Þegar aðgangstíminn er að renna út þá getur yfirmaður sótt um endurnýjun. Erlendar stofnanir geta sótt um aðgang í allt að 6 mánuði að því gefnu að þær séu í samstarfi við íslenskar rannsóknarstofnanir.

Hver umsókn verður yfirfarin af stýrinefnd.

Var þessi grein gagnleg?
0 af 0 fannst þessi grein gagnleg