Stundatöflur
Mikilvægt er að þú kynnir þér stundatöfluna þína áður en kennsla hefst.
Skráðir nemendur í Háskóla Íslands geta skoðað persónulega stundatöflu sína á innri vefnum Uglu, með því að smella þar á Uglan mín → Stundataflan mín. Persónulega stundatöflu má líka nálgast í SmáUglunni.
Stundatöflum námskeiða getur þú flett upp með því að nota námskeiðaleit í kennsluskrá.
Einnig er hægt að nálgast hér upplýsingar um stundatöflur eftir fræðisviðum og deildum.
Á stundaskrám eru ýmsar skammstafanir. Er þar helst að nefna:
- f = fyrirlestur
- d = dæmatími
- s = stoðtími
- v = verklegt
Einnig eru skammstöfuð heiti bygginga. Á drögum að stundatöflum eru skammstöfuð nöfn kennara.
Stundatafla í Uglu sýnir viku fyrir viku alla tíma þeirra námskeiða sem nemandi er skráður ír, þar með talið allir dæmatímar og verklegir tímar í fjölmennum námskeiðum þar sem nemendur er skipt í hópa. Hópar eru númeraðir á stundatöflu (d1, d2, v1, v2, h1, h2 o.s.frv.). Þetta veldur því að stundatöflur virðast þéttari en þær eru í raun fyrir hvern nemanda. Þegar þú veist í hvaða hóp þú ert geturðu smellt á þá tíma/hópa sem þú tileyrir ekki og valið að fela þá á stundatöflu.
Hópaskipting er yfirleitt tilkynnt á kennsluvef námskeiðs í fyrstu kennsluviku.
Algengar spurningar
Ef þú breytir um námskeið þá er mikilvægt að hafa í huga að breytingar á námskeiðaskráningu koma ekki fram í stundatöflu fyrr en eftir þrjá klukkutíma.
Stundatöflur geta tekið einhverjum breytingum allt þar til kennsla hefst. Eftir það gætu staðsetningar tekið einhverjum breytingum ef fjöldi nemenda breytist en tímasetning er venjulega ekki breytt eftir að kennsla hefst nema í undantekningartilvikum og þá yfirleitt í samráðu við nemendur.
Það er alltaf mikilvægt að fylgjast með stundatöflum og tilkynningum frá kennurum.
Mismunandi er eftir deildum og námskeiðum hvenær stundatafla er birt. Áður en stundataflan þín birtist í Uglu getur þú fundið drög að stundatöflum á heimasíðu háskólas og á heimasíðum deilda.