Ráðstefnunet
Ráðstefnunet Upplýsingatæknisviðs er aðgangur að þráðlausu netsambandi. Ráðstefnunetið heitir "CONFERENCE". Notendur þurfa að slá inn lykilorð til þess að tengjast netinu. Ráðstefnunet er ekki opið lengur en í 5 daga samfellt.
Miðað er við að ráðstefnugestir séu 10 eða fleiri. Ef gestir eru færri þá skal sækja um skammtímaaðgang að þráðlausu neti og tölvuverum í Uglu fyrir hvern og einn notanda.
Ef um kennslu eða námskeið er að ræða þá er æskilegt að sótt sé um notendanafn fyrir hvern nemanda og notast við þráðlausa netið "Eduroam".
Þegar þráðlaus ráðstefnunet eru virkjuð/stofnuð þá eru öll þráðlaus net í viðkomandi húsi endurræst og það veldur truflun á netsambandi. Þar af leiðandi eru þráðlaus ráðstefnunet EKKI stofnuð/virkjuð nema á eftirfarandi tímum, til þess að lágmarka truflun á öðrum þráðlausum netum:
- Að morgni til á milli kl. 05:00 og 08:00 Í hádeginu á milli kl. 12:00 og 13:00 Og á milli kl. 16:00 og 24:00
- Þetta þýðir að ef umsókn um þráðlaust net berst á milli kl. 08:01 og 11:59 sama dag og ráðstefna hefst, þá er EKKI hægt að virkja ráðstefnunetið fyrr en kl. 12:00
Öllum notendum ber að fylgja notkunarskilmálum RHnets.
- Einungis starfsfólk HÍ getur sótt um þráðlaust ráðstefnunet.
- Hafi aðili utan HÍ fengið úthlutað aðstöðu fyrir ráðstefnu í húsnæði HÍ, þá skal ábyrgðaraðilinn fyrir úthlutuninni/ráðstefnunni eða umsjónarmaður hennar, sækja um aðganginn.
Þráðlaust ráðstefnunet er í boði í eftirfarandi byggingum:
- Aðalbygging
- Askja
- Árnagarður
- Edda
- Gimli
- Háskólabíó
- Háskólatorg
- Læknagarður
- Lögberg
- Neshagi
- Oddi
- Stapi
- Sturlugata 8
- Tæknigarður
- Veröld
- VR2
- VR3
- Þjóðarbókhlaða
- Stakkahlíð
- Skipholti
- Bolholti
Þráðlaust ráðstefnunet er einungis opnað í þeim byggingum þar sem ráðstefnan fer fram.
Kostnaðurinn við rástefnunetið má sjá undir verðskrá Upplýsingatæknisviðs.
- Engin auka þjónusta er veitt við ráðstefnugesti, nema um það sé samið sérstaklega.
- Þurfa ráðstefnuhaldarar sem starfa ekki hjá Háskóla Íslands aðgang að kennslutölvum þarf að sækja sérstaklega um skammtímaaðgang fyrir hvern og einn notanda.
Sótt er um ráðstefnunet í Uglu. Ef virkja á ráðstefnunetið í fleiri en einni byggingu þá þarf að skrifa það í athugasemd, ásamt því hvernig fjöldin skiptist milli bygginga.
Utanaðkomandi ráðstefnuhaldarar þurfa að sækja um í gegnum tengilið sinn við Háskóla Íslands.
Öll ráðstefnunet hafa heitið (SSID) 'CONFERENCE'. Ráðstefnuhaldarar fá afhendan WPA2 lykilorð sem þeir geta auglýst eða afhent að eigin hentisemi.
Starfsfólk getur sótt um tímabundinn aðgang að þráðlausa netinu (Eduroam) og tölvuverum fyrir gesti og tæki sem þurfa tímabundið að komast á þráðlausa netið. Sótt er um í gegnum Ugluna undir Forsíða → Tölvuþjónusta → Umsóknir → Skammtímaaðgangur að þráðlausu neti og tölvuverum, kostnaður gjaldfærist á deild umsækjanda.
- Skrá þarf nafn og netfang fyrir hvern og einn notanda auk hversu marga daga aðgangurinn á að vara.
- ATH að prenta út eða skrifa niður notendanöfn og lykilorð þegar þau birtast á skjánum því það er í eina skiptið sem þið sjáið það. Þessar upplýsingar eru EKKI sendar með tölvupósti.
- Athugið. Aðgangur að þráðlausu neti og tölvum í tölvuverum veitir ekki aðgang að útprentun. Til þess að prenta út þarf notendanafn hjá HÍ.