Nafnabreytingar

Trans nemendur við Háskóla Íslands, sem ekki fá nafni sínu breytt hjá Þjóðskrá, geta óskað eftir nafnabreytingu innan skólans til samræmis við kynvitund þeirra.

Nemendur skulu snúa sér til Nemendaráðgjafar HÍ sem staðsett er á þriðju hæð í Háskólatorgi. Hægt er að bóka viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa í gegnum netið eða í síma 525 4315.

Bóka viðtal

Algengar spurningar

Samnemendur þínir og kennarar geta einungis séð nafnið sem þú færð skráð innan Háskólans og stúdentakortið þitt er á því nafni einnig. Staðfest gögn eins og vottorð og námsferilsyfirlit eru á því nafni sem skráð er í Þjóðskrá.

Ef þú brautskráist án þess að hafa fengið nafnabreytingu hjá Þjóðskrá er brautskráningarskírteinið þitt með þjóðskrárnafni en valnafnið er á umslaginu sem þú færð afhent við brautskráningarathöfn og er það nafn lesið upp.

Við nafnabreytingu getur þú óskað eftir að netfangið þitt breytist til samræmis við valnafnið.