Jafnrétti

Jafnrétti er eitt af þremur grunngildum í stefnu Háskóla Íslands. Háskólinn setur sér jafnréttisáætlun og stendur árlega að Jafnréttisdögum.

Mismunun á grundvelli kyns, kyngervis, uppruna, litarháttar, fötlunar, kynhneigðar, kynvitundar, kynþáttar, holdafars, aldurs, heilsufars, trúarbragða, skoðana, búsetu, efnahags, þjóðernis eða menningar er óheimil innan Háskóla Íslands. 

Jafnréttisfulltrúar starfa við skólann og eru fulltrúar nemenda jafnt sem kennara. Til þeirra er hægt að leita með ábendingar og til þess að fá leiðsögn um jafnréttismál.

Hafa samband

Jafnréttisvefur HÍ

Algengar spurningar

Hlutverk jafnréttisfulltrúa er m.a. að vinna að stefnumótun og áætlunum sem tengjast jafnréttisáætlun, fylgja eftir jafnréttisstefnu skólans, sinna fræðslu og ráðgjöf um jafnréttismál, ásamt því að stuðla að því að jafnréttismál séu sjálfsagður þáttur í starfi Háskóla Íslands.

Jafnréttisfulltrúar HÍ

Innan Háskóla Íslands er starfandi jafnréttisnefnd og starfssvið hennar nær til jafnréttismála í víðum skilningi, sbr. 65. grein stjórnarskrárinnar og ber henni að hafa gildandi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna að leiðarljósi.

Í nefndinni eiga sæti fulltrúar jafnréttisnefnda fræðasviða, jafnréttisnefndar miðlægrar stjórnsýslu, einn fulltrúi stúdenta tilnefndur af Stúdentaráði og formaður sem rektor skipar. Jafnréttisfulltrúi situr jafnframt fundi nefndarinnar.

Jafnréttisnefnd