Mætingaskylda í tíma
Mismunandi er eftir námsskeiðum hvort mætingaskylda í tíma gildi, og er því best að lesa vel yfir kennsluáætlun hvers námskeiðs. Kennsluáætlun er að finna á vef hvers námskeiðs í námsumsjónarkerfinu Canvas. Í kennsluáætlun er oftast að finna upplýsingar um lesefni og námsmat námskeiðsins og einnig hvort mætingarskylda í tíma námskeiðsins.
Meginreglan er að tímasókn er frjáls. Þó er oft gerð krafa um tímasókn í námskeiðum þar sem kennslan byggist að hluta á framlagi nemenda, s.s. umræðu- og verkefnatímum. Sé mætingaskylda í námskeiði er það merkt í yfirliti námsins í kennsluskrá og einnig í námskeiðalýsingu námskeiðsins í kennsluskránni.
Algengar spurningar
Ef um er að ræða námskeið þar sem er skyldumæting er ráðlegt að hafa sambandi við kennara námskeiðsins. Nafn kennara og samskiptaupplýsingar finnur þú á vef námskeiðsins í Canvas. Slök tímasókn getur leitt til þess að þú missir próftökurétt.
Ef þú veikist og getur ekki mætt til prófs þarftu að tilkynna veikindi með tölvupósti til Nemendaskrár, nemskra@hi.is, innan þriggja daga frá prófdegi.
Ef þú vilt taka sjúkrapróf skráir þú þig í prófið í Uglu með því að smella á bláa borðann sem birtist efst á síðunni 1-2 dögum eftir að þú tilkynntir veikindi.
Vegna hlutaprófa geta deidir farið fram á að læknisvottorði sé skilað og er þeim skilað til skrifstofu deildar eða viðkomandi kennara.
Nánari upplýsingar um veikindi í prófi eru á upplýsingasíðu um próf